Previous Page  36 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 36 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

34

Já, eins og nafnið gefur til kynna skoðum við hér brot úr tveimur

bókum sem eiga það sameiginlegt að þær fjalla um dúkkur sem

eru ekki eins saklausar og þær líta út fyrir að vera.

Kristófer

2012

Kristófer er fjórtán ára og æfir parkour með vinum sínum. Þeir búa í úthverfinu

Rökkurhæðum og nýi æfingastaðurinn þeirra er á svæði sem bæjarbúar kalla

Rústirnar. Á æfingasvæðinu finnur hann dúkku með skítugt og

rytjulegt

hár og

undarleg græn augu. Kristófer ákveður að taka dúkkuna með sér heim til að

stríða litlu systur sinni, Steinunni Maríu. En sú áætlun breytist þó …

Höfundar bókarinnar eru Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín

Magnadóttir. Þær fengu Vorvindaviðurkenningu IBBY árið 2012

fyrir framlag sitt til barna- og unglingabókmennta.

Það greip hann [Kristófer] ofsahræðsla. Hann ætlaði að snúa við og fara þegar hann heyrði

rödd berast frá Steinunni Maríu. Rödd sem átti ekkert skylt við ljúfa rödd systur hans:

„Þú hefur þjónað þínu hlutverki vel og færð því að lifa. Ef þú heldur áfram að

sjá til þess að hlutirnir fari eins og ég vil þarftu ekkert að óttast. Við systir þín

verðum nánari en þú getur ímyndað þér og þér er hollast að láta það afskiptalaust.

Þú getur hvort eð er ekki komið í veg fyrir það sem er þegar byrjað.“

Steinunn María sneri höfðinu hægt og rólega í áttina að honum. Dökkt hárið hékk

fyrir andlitinu. Svo reisti hún höfuðið rólega upp og horfði beint í augun á honum.

Yfir augum hennar var undarleg, græn slikja.

Bókahillan

D

r

u

n

g

a

l

e

g

a

r

d

ú

k

k

u

r