Previous Page  33 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 33 / 132 Next Page
Page Background

31

Sandra notar mikið af

tilfinningatáknum í

textanum sínum. Hvað

finnst þér um það?

Hefði textinn breyst ef

táknunum væri sleppt?

Aðrir dagar eru svipaðir en þá er ég kannski í öðrum fögum eins og íþróttum, tónmennt

eða raungreinum. En uppáhaldsfögin mín eru enska og þýska.

Enska er skemmtilegt tungumál og mér gengur vel að læra það. Við lesum mikið af enskum

bókum og skrifum svo um þær.

Þýska er erfiðari en mér finnst samt mjög gaman í tímum. Mamma segir að ég eigi auðvelt

með að læra tungumál og ég held nú alveg að það sé rétt hjá henni. Einhvern daginn læri ég

kannski spænsku eða frönsku. Það eru flott tungumál. Já eða kannski íslensku!

Humm, þegar ég les það sem ég er búin að skrifa þá er eins og ég geri ekkert annað en að

vera í skólanum. Ég geri nú samt alveg ýmislegt annað.

Aðaláhugamál mín eru að vera á hjólabretti og spila tölvuleiki með Hannesi. Þá hittum við

einnig aðra félaga bæði úr skólanum og frá öðrum löndum. Hittum

þá á netinu sko.

Þetta eru krakkar sem hafa áhuga á sömu tölvu-

leikjum og við.

Við lönum stundum líka heima hjá hvert öðru. Þá mætum við með

tölvurnar okkar á einn stað og tengjum þær saman.

Ókei, þá held ég að ég sé búin að segja allt um mig … eða … nei, jú

ég er búin.

Ha det bra

kram Sandra

Segðu frá dæmigerðum degi í skólanum þínum, líkt

og Sandra gerir hér á undan.

• Hvenær hefst skólinn á morgnana?

• Hvernig er náminu háttað?

• Hvaða tímar eru áhugaverðastir að þínu mati?

Af hverju?

• Hvernig er aðstaðan í skólanum?

• Nefndu helstu námsfög og stiklaðu á stóru um

hvað þú ert að læra.

• Hvað gerirðu eftir skóla? Heimanám, tómstundir,

afslöppun og/eða æfingar?

Hvað er að lana?

Dettur ykkur í hug

gott íslenskt orð í

staðinn?