29
Ég heiti sem sagt Sandra Lagerquist.
Ég er ellefu ára og bý í Åkersberga, sem
er úthverfi í Stokkhólmi. Það er höfuð-
borgin í Svíþjóð.
Skólinn minn heitir Fredsborgskolan.
Skólinn hefst alla daga kl. 08:30. Ég legg
af stað tíu mínútur yfir átta, yfirleitt á
hjólinu mínu. Það tekur tíu mínútur að
hjóla í skólann og oftast hitti ég bekkjar-
bróður minn, Hannes, á leiðinni og er
samferða honum.
Þegar ég kem í skólann fer ég með dótið
mitt og hjálminn í skáp. Allir nemendur
hafa sinn eigin skáp með lás sem er gott
því þá þurfum við ekki að bera allar bækur
með okkur fram og til baka í skólann.
Hvernig
ferð þú í
skólann?
Allir nemendur í skólanum hafa sína eigin
spjaldtölvu og við vinnum flest öll verkefni
á hana í forriti sem heitir
ClassRoom
.
Ég er með marga kennara. Mér finnst allir
kennararnir mínir góðir og það er gott og
auðvelt að fá hjálp hjá þeim. Við erum 26 í
bekknum mínum, aðeins fleiri stelpur en
strákar. Andinn í bekknum er góður en
stundum eru svolítil læti. Það getur verið
mjög óþægilegt því ég á erfitt með að ein-
beita mér í miklum hávaða.
Við vinnum mikið í hópum og það gengur
oftast vel. Það er yfirleitt aldrei heimanám.
Ef maður er veikur og missir af, þarf
maður að vinna það upp heima. Það er líka
hægt að mæta í aukatíma sem eru í boði
einu sinni í viku til að vinna heimavinnu,
fá betri útskýringar á einhverju eða bara
spjalla við kennarann.
Hvað er bekkjarandi?
Hvað skapar góðan bekkjaranda
að ykkar mati?