ORÐSPOR
2
30
Samfélagsfræði:
Þar erum við t.d. að læra um börn í öðrum löndum og hvernig þeirra líf er. (Svona
svipað og þið eruð að gera núna, þ.e.a.s. að lesa um mig og fræðast um líf mitt.)
Landafræði og saga:
Þar lærum við jarðfræði og um uppfinningamenn eins og Anders Celcius, þennan
sem fann upp hitamælinn og Mary Anderson sem fann upp rúðuþurrkur á bíla.
Umsjónartími eða Mentortid eins og við köllum það:
Í þessum tíma hittir bekkurinn umsjónarkennarann og við förum saman yfir
verkefni vikunnar. Þá fáum við krakkarnir líka stundum að ákveða hvað við
viljum læra.
Á milli kennslustunda eru frímínútur. Þær eru ekki langar, oftast 5–15 mínútur.
Því gefst ekki mikill tími til að slaka á. Oftast notar maður frímínúturnar til að
ná í bækur og námsgögn fyrir næstu kennslustund. Við skiptum oft um stofur
og þurfum þá að hlaupa á milli tíma.
Tækni og eðlisfræði:
Þar lærum við um … já, tækni og eðlisfræði.
Núna erum við til dæmis að búa til bíl úr mjólkurfernu. Það er tæknihlutinn.
Þegar bíllinn er tilbúinn eigum við að skoða hvernig hann hreyfist og af hverju.
Það er sko eðlisfræði.
Svo er hádegismatur í matsalnum. Þar er alltaf góður matur á hlaðborði. Það má fá sér á
diskinn eins oft og maður vill. Svo sest maður hjá félögum sínum og spjallar.
Eftir hádegismatinn megum við slaka á. Við krakkarnir horfum oft á eitthvað í spjald-
tölvunni. En svo hefst kennslan aftur, stundum allt of fljótt finnst mér.
Klukkan 14:45 er skóladagurinn yfirleitt búinn og ég hjóla heim.
Dæmigerður dagur í skólanum hjá mér
er einhvern veginn svona: