

ORÐSPOR
2
26
Í þessu gamla handriti stendur:
„
Ungur var ég forðum, fór ég einn saman, þá varð ég villur vega; ég þóttist
auðigur er ég annan mann fann, maður er manns gaman.
“
„
Ungr var ec forðom for ec eiN saman þa varð ec villr vega avdigr þottvmz
er ec aNan faN maðr er mannz gamaN
“
Táknið fyrir
maður
Hér er skrifað
stórt N í stað nn
Styttingar af þessu tagi hafa þó áður
tíðkast í íslensku. Hér fyrr á öldum þegar
Íslendingar skrifuðu bækur á rándýrt
kálfaskinn og eyddu mörgum mánuðum
jafnvel árum í að skrifa eina bók, voru
styttingar á orðum mikið nýttar. Bæði til
að spara tíma og skinn. Stundum voru
gamlar rúnir settar inn í textann til að
spara pláss. Rúnin m táknaði maður og
rúnin f táknaði fé. Þegar skrifa átti tvö-
falda samhljóða t.d. nn þótti óþarfi að
skrifa stafinn tvisvar og eyða plássi. Í
staðinn var skrifaður hástafurinn N inn
í miðju orði sem fólk vissi að táknaði nn.