Previous Page  28 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 28 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

26

Í þessu gamla handriti stendur:

Ungur var ég forðum, fór ég einn saman, þá varð ég villur vega; ég þóttist

auðigur er ég annan mann fann, maður er manns gaman.

Ungr var ec forðom for ec eiN saman þa varð ec villr vega avdigr þottvmz

er ec aNan faN maðr er mannz gamaN

Táknið fyrir

maður

Hér er skrifað

stórt N í stað nn

Styttingar af þessu tagi hafa þó áður

tíðkast í íslensku. Hér fyrr á öldum þegar

Íslendingar skrifuðu bækur á rándýrt

kálfaskinn og eyddu mörgum mánuðum

jafnvel árum í að skrifa eina bók, voru

styttingar á orðum mikið nýttar. Bæði til

að spara tíma og skinn. Stundum voru

gamlar rúnir settar inn í textann til að

spara pláss. Rúnin m táknaði maður og

rúnin f táknaði fé. Þegar skrifa átti tvö-

falda samhljóða t.d. nn þótti óþarfi að

skrifa stafinn tvisvar og eyða plássi. Í

staðinn var skrifaður hástafurinn N inn

í miðju orði sem fólk vissi að táknaði nn.