Previous Page  27 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 27 / 132 Next Page
Page Background

2. KAFLI

25

Nettunga – Nýtt tungumál eða netslangur?

Svokallað netslangur er orðið algengt í spjalli, smáskilaboðum, tölvupósti og á

bloggsíðum. Netslangur er það kallað þegar algeng orð eru stytt þannig að

stafsetning verður ólík því er gengur og gerist. Þessi stytting er líklega tilkomin

vegna þess að þeir sem skrifa vilja vera fljótir að koma frá sér texta.

Dæmigert netslangur:

Þessar styttingar fara í taugarnar á mörgum á meðan

öðrum þykja þær einstaklega þægilegar.

mar

maður

akkur

af hverju

bra

bara

so

svo

nebbla

nefnilega

gg

geggjað

eila

eiginlega

aþþí

af því

þúst

þú veist

ógó

ógeðslega

audda

auðvitað

skilluru

skilurðu

glat

glataður

mrg

á morgun

gn

góða nótt

Manstu eftir fleiri

orðum sem hafa verið

stytt á þennan hátt?

Allir nemendur skrifa þrjár málsgreinar á þrjá miða.

Málsgreinarnar eiga að vera með styttingum eins

og sýnt er hér á undan. Miðarnir fara svo í pott hjá

kennara. Hver nemandi dregur tvo miða og spreytir

sig á að þýða málsgreinarnar yfir á gott íslenskt mál.

Hei mar. Akkur ætlar

ekk að koma á mrg?

Þúst, bra. Finnsta ógó glat.