ORÐSPOR
2
24
En hvað er til ráða? Hvernig kemur maður í veg fyrir að illa fari
í skriflegum samskiptum?
1.
Í fyrsta lagi að hafa Netorðin 5 ávallt að leiðarljósi. Hafðu kurteisi,
virðingu og tillitssemi í huga þegar þú skrifar til annarra.
2.
Í öðru lagi skaltu temja þér að nota tilfinningatákn (emoji).
Árið 1999 fékk hinn japanski Shigetaka Kurita þá
hugmynd að nýta myndir til að sýna tilfinningar í
textaskilaboðum. Hann fékk hugmyndina við að
horfa á veðurfréttir með öllum veðurtáknunum
sem auðvelt var að lesa í.
Finnið annað gott
íslenskt orð yfir það.
Orðið emoji er úr
japönsku og þýðir
myndapersóna
.
Úps, nei ég meinti þetta ekki svona.
Vinnið saman. Semjið smáskilaboð sem
auðvelt væri að misskilja. Bætið svo
við tilfinningatáknum þar sem við á.
Flytjið samtalið fyrir bekkinn, fyrst án
blæbrigða og svo eins og um raun-
verulegt samtal væri að ræða.
Hvað tákna merkin?
Kannast þú við að
hafa verið misskilin/n í
samskiptum? Hvenær?
Hefur þú misskilið
aðra í samskiptum?