2. KAFLI
23
Ha? Hvað meinarðu? Ég skil þig ekki!
Eitt af því sem
flækir
netsamskipti er að þau eru oftar en ekki
skrifleg. Þegar fólk talar saman skiptir
líkamstjáningin
meira
máli en margir gera sér grein fyrir.
Svipbrigði
og
blæbrigði
raddarinnar gefa manni miklar upplýsingar um hvað felst í
orðum þess er talar við mann. Þegar líkamstjáningu vantar er
auðvelt að misskilja það sem
viðmælandinn
segir. Tökum dæmi:
Dæmin hér á undan sýna sama samtalið en þó er
reginmunur
á.
Þar sem stúlkurnar hittast augliti til auglitis er greinilegt á allri
líkamstjáningu að vinkonan meinar ekkert illt með orðum sínum.
Hún hlær og horfir aðdáunaraugum á
uppreisnarsegginn
. Þegar
hún segir vinkonuna klikkaða er hún eiginlega að dást að hugrekki
hennar og
áræðni
. Það veit sú sem segir söguna því hún heyrir
hláturinn, sér svipbrigðin og heyrir á röddinni að verið er að
gantast
.
Hún móðgast því ekki og tekur viðbrögðunum jafnvel sem hrósi.
Annað er uppi á teningnum í smáskilaboðunum. Þar sem stúlkunni
liggur greinilega mikið á hjarta og er jafnvel í vondu skapi eftir sam-
skipti sín við þjálfarann, les hún skilaboðin frá vinkonu sinni með
því
hugarfari
. Ekkert gefur til kynna að vinkonan sé að grínast eða
meini eitthvað annað með orðum sínum en einmitt það sem stendur
í skilaboðunum. Þarna verður saklaust grín að argasta dónaskap.
Og til verður óþarfa misskilningur.
Ég fór og sagði
þjálfaranum að ég nennti
ekki að vakna svona
snemma á morgnana til að
mæta á æfingar.
Þú ert klikkuð!
Hann rekur þig pottþétt
úr liðinu. Hvað varstu
að hugsa?
Fór og sagði þjálfaranum
að ég nennti ekki að vakna
svona snemma á morgnana
til að mæta á æfingar.
Takk kærlega fyrir stuðning-
inn, eða þannig. Hvers konar
vinkona ert þú eiginlega? Og
nei, ég er ekki klikkuð. Bless!
Þú ert klikkuð! Hann rekur
þig pottþétt úr liðinu.
Hvað varstu að hugsa?