ORÐSPOR
2
22
Netorðin 5
Nú ert þú líklega að stíga þín fyrstu skref í samskiptum á netinu.
Þú mótmælir líklega kröftuglega og
hnussar. Þú telur þig sko ekki vera algjöran
byrjanda á þessu sviði. Jú, vissulega hefur
þú að öllum líkindum eytt miklum tíma á
netinu, hefur oft leitað að upplýsingum,
spilað leiki, horft á myndbönd og skoðað
vefsíður um hitt og þetta. Og sennilega
telur þú þig vita heilmikið um hvernig
maður á að haga sér á netinu og hvað
ber að varast. Eða hvað?
Netsamskipti eru ákaflega flókið fyrirbæri.
Fyrir alla. Aldur skiptir þar engu máli.
Það er gríðarlega mikilvægt að fólk á
öllum aldri temji sér góðar og öruggar
samskiptavenjur á netinu.
Af hverju? Jú, vegna þess að samskipti á
netinu hafa tíðkast í dágóðan tíma og þeir
sem hafa stundað slík samskipti frá upphafi
hafa rekið sig á. Lent í ýmsu. Og lært margt.
Nýgræðingur
Nýliði
Byrjandi
Hvaða netorð finnst þér
vera mikilvægast?
Hvaða netorð þekktir
þú fyrir?
Hvaða netorð þarft þú að
hafa sérstaklega í huga?
Eða jafnvel bæta þig í?
LEIÐARLJÓS Í SAMSKIPTUM Á NETINU.
NETORÐIN 5
GÆTTU AÐ HVAÐ ÞÚ GERIR Á NETINU!
ÞAÐ SJÁ ÞAÐ ALLIR.
Allt sem þú gerir á netinu endurspeglar
hver þú ert.
Góð samskipti eru jafn mikilvæg á
netinu og annarsstaðar.
Ekki taka þátt í neinu sem þú veist
ekki hvað er.
Mundu að þú skilur eftir þig stafræn
spor á netinu.
Þú berð ábyrgð á því sem þú segir
og gerir á netinu.
1
2
3
4
5
Netorðin 5 eiga erindi við alla!
• Það er nú í ykkar höndum að fræða nemendur í skólanum ykkar um Netorð-
in 5. Hannið ykkar eigin útgáfu af kynningarplakati, gerið kennslumyndband,
teiknið skýringarmyndir eða takið ljósmyndir. Já, eða semjið leikþátt!
• Gerið svo boðskapinn sýnilegan. Farið jafnvel í heimsókn með efnið
ykkar í yngri bekki og fræðið nemendur.
Ykkar er
valið.