2. KAFLI
21
Allt sem fer inn er komið til að vera
Þegar þú setur myndir, myndbönd eða texta inn á netið þarftu að hafa í
huga að efnið er komið til að vera og er í raun sýnilegt öllum. Jafnvel þó
þú sért að senda einkaskilaboð eða setja inn efni á þína eigin síðu. Það er
nefnilega ekkert til á netinu sem heitir
einkalíf
. Þar er í raun allt opið
fyrir alla. Og það getur reynst
þrautin þyngri
að taka til baka efni sem
þú setur inn. Þú veist aldrei hverjir taka skjámynd af því sem þú setur
inn, hala niður efni frá þér eða deila því áfram. Jafnvel þó þú hafir ekki
gefið fyrir því leyfi eða haldir í góðri trú að þú sért að setja inn efni
fyrir nokkra
útvalda
.
Hugsaðu þig vel um áður en þú:
• setur inn upplýsingar um þig eða aðra.
• setur inn myndir af þér eða öðrum.
• sendir skilaboð sem öðrum er ekki ætlað að sjá.
Þú veist ekki alltaf við hvern þú ert að tala!
Ræðum saman!
• Hvaða persónuupplýsingar er í
lagi að gefa upp í netsamskiptum?
Hvaða upplýsingar ætti ekki að
gefa upp?
• Hvernig stendur maður vörð um
orðspor sitt á netinu? Hvernig
verndar maður orðspor annarra?
• Getur maður lagt mat á fólk af
orðsporinu einu?
• Hvað vitið þið um rafrænt einelti?
Þumalputtaregla
í netsamskiptum
Settu ekkert
inn á netið
sem þú vilt ekki
að
ALLIR
aðrir
sjái!