Previous Page  22 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 22 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

20

Stattu vörð um orðsporið!

Netið með öllum sínum

síbreytilegu

samskiptamiðlum er ævintýri líkast.

Möguleikarnir

eru miklir og tæknin undraverð. En eins og í öllum góðum

ævintýrum er yfirleitt eitthvað á

sveimi

sem þarf að varast. Oft og tíðum er

það svo að aðalpersónan (þú) neyðist til að vernda einhverja

gersemi

, bjarga

einhverju frá illum öflum eða snúa á illmenni. Það sama á við um netævintýrið.

Í netheimum þarf nefnilega að fara varlega í samskiptum og

vernda

orðspor sitt

og annarra. Því ekki er alltaf allt sem sýnist.

Orðspor annarra

: Þegar þú

segir eða skrifar eitthvað um

aðra eða birtir myndir eða

myndbrot af öðrum sem aðrir

geta séð, heyrt og lesið, ert

þú að hafa áhrif á orðspor

þeirrar manneskju. Gættu

því orða þinna og gjörða!

Orðspor

: Allt sem

þú segir og gerir

sem aðrir sjá eða

heyra gefur fólki

ákveðna mynd af

þér. Það er þó ekki

þar með sagt að það

endurspegli hvernig

þú ert í raun og

veru.

Þetta er mamma.

Opniði, elskurnar

mínar.