2. KAFLI
19
á netið!
Í hvert sinn sem þú vafrar á netinu, notar öpp (smáforrit),
sendir sms, notar
samskiptamiðla
, setur inn myndir eða skráir
þig á leikjasíður skilur þú eftir þig fótspor. Þessi fótspor hverfa
ekki. Þau eru til staðar, fyrir aðra til að sjá og skoða löngu eftir
að þú býrð þau til. Nokkurs konar netspor.
Hvaða læk er alltaf verið að
tala um í þessum texta? Mig
grunar að ekki sé átt við litla
bæjarlækinn heima. Viljiði
gjöra svo vel að útskýra þetta
fyrir mér. Og jafnvel finna
annað orð sem merkir það
sama svo gamall skarfur eins
og ég skilji hvað átt er við.
Netið er snilldaruppfinning. Sérstaklega þegar kemur að sam-
skiptum. Þú hefur heiminn hreinlega í hendi þér. Þú getur
spjallað við vini þína í Alaska á rauntíma og í mynd. Á sama
tíma sendir þú ömmu þinni á Filippseyjum myndir og mynd-
bönd af þér svo hún geti fylgst með öllu sem uppáhalds barna-
barnið tekur sér fyrir hendur. Þú getur spilað netleik með
Mai, vinkonu þinni í Kína og Chicu, vini þínum í
Kenía, um leið og þú skrifar skilaboð við
mynd sem uppáhalds rapparinn þinn
setti inn á samskiptamiðla. Og ef
heppnin er með þér þá færð þú
ef til vill
læk
frá rapparanum.
1. Búðu til lista yfir tölvu-,
síma- og netnotkun þína.
Hvernig nýtir þú netið?
Hvað gerir þú í tölvunni
þinni eða símanum?
2. Ímyndaðu þér að tölvur
og snjallsímar séu ekki til.
Netið er ekki til. Skoðaðu
listann þinn. Hvernig getur
þú framkvæmt eða upp-
lifað það sem er á listanum
án þess að hafa tölvur og
net? Búðu til nýjan lista.