Previous Page  119 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 119 / 132 Next Page
Page Background

7. KAFLI

117

Á veturna voru oft knattleikir í Borgarfirði

þar sem fólk úr sveitinni kom saman.

Eitt sinn, þegar Egill var á sjöunda vetri,

var fjölmennur knattleikur á Hvítárvöllum.

Menn komu víða að og var körlunum skipt

í lið en strákunum í sveitinni í önnur lið.

Egill var kappsamur og fljótur að reiðast og

því kenndu menn sonum sínum að vægja

fyrir honum í leik. Hann átti að keppa við

strák sem hét Grímur og var nokkru eldri,

10 eða 11 vetra. Grímur var sterkari en Egill

og fór illa með hann. Þá reiddist Egill og

barði hann með knatttrénu en Grímur sneri

hann niður og kvaðst mundu meiða hann ef

hann kynni sig ekki. Þegar Egill komst á fætur

gekk hann úr leiknum en vinir Gríms æptu

að honum.

Egill fór til vinar síns, Þórðar Granasonar og

sagði honum frá þessu. „Ég skal fara með þér

og skulum við hefna fyrir þetta,“ sagði Þórður

og rétti Agli öxi.

Útileikir í 1000 ár

Á landnámsöld var knattleikur vinsæll útileikur á Íslandi. Leikurinn var spilaður

á grasi eða á svelli og svipaði líklega nokkuð til íshokkí og jafnvel hafnarbolta.

Notast var við trékylfu, svokallað knatttré, og bolta. Boltann átti að slá með knatt-

trénu en hann mátti líka taka með höndum og kasta. Keppt var í liðum, tveir úr

hvoru í senn. Leikurinn var vinsæll jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Ekki hafa

varðveist nákvæmar leikreglur um knattleikinn en hér er ágæt lýsing á því sem fór

fram í leiknum. Lýsingu þessa er að finna í hinni fornu Egils sögu.