Previous Page  122 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 122 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

120

Stafsetningarsjónaukinn

Upprifjun

Um stóran og lítinn staf

Við skrifum stóran staf:

• í upphafi málsgreina

:

Einu sinni var …

• í sérnöfnum

: Markús, Nína,

Snati og Dimma

• í nöfnum á löndum,

stöðum og götum

: Ísland,

Hekla, Laugarvegur

• í þjóðaheitum

: Íslendingar, Bretar

• í nöfnum fyrirtækja,

fréttablaða og félaga

.

• þegar við skeytum orði fram-

an við sérnafn

: Langi-Mangi,

Tyrkja-Gudda.

Við skrifum lítinn staf í nöfnum:

• daga

: laugardagur, sunnudagur

• mánaða

: júlí, september

• hátíða

: páskar, jól, hvítasunna

• námsgreina

: íþróttir,

samfélagsfræði

• í málaheitum

: íslenska, enska,

danska, þýska

• í viðurnefnum

: Leifur heppni,

Auður djúpúðga

Einfaldur eða tvöfaldur samhljóði

Þegar tveir samhljóðar standa hlið við hlið kallast það

tvöfaldur samhljóði

.

Dæmi

: kyssa, hoppa, ekki, uppi

Oft getur reynst erfitt að vita hvort skrifa eigi einfaldan eða tvöfaldan samhljóða.

Þá er gott að huga að framburði.

Sérhljóðar

a, á, e, é, i, í, o, u, ú, y, ý, ö

Samhljóðar

b, d, ð, f, g, h, j, k, l, m, n, p, r,

s, t, v, x, þ

Á undan tvöföldum samhljóða er stutt

sérhljóð: veggur (stutt e = langt g)

Á undan einföldum samhljóða er langt

sérhljóð: vegur (langt e = stutt g)