Previous Page  116 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 116 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

114

Ævintýraleg hlutverkaspil og brjáluð borðspil

Hlutverkaspil

eiga rætur að rekja til ársins 1974 þegar fyrsta

spilið af þeirri tegund, Drekar og

dýflissur

, kom á markað.

Hlutverkaspil eru einnig stundum kölluð spunaspil.

Slík spil gera spilara kleift að lifa sig inn í ævintýri líkt

og um raunverulega atburði sé að ræða. Til að spila þannig

spil þarf a.m.k. tvo spilara auk stjórnanda. Stjórnandi spilar

stórt hlutverk í spilinu. Hann er sögumaður, stýrir sögu-

þræðinum og ákveður hvaða

afleiðingar

hljótast af

gjörðum

spilara. Einnig sér hann um að allir spilarar

fari eftir reglum leiksins. Spilararnir nýta sína eigin

söguhetju í spilinu. Oft og tíðum er sú söguhetja mótuð af

spilurunum sjálfum. Hetjurnar berjast, leysa þrautir, öðlast margs

konar reynslu, stig og hæfileika sem hjálpa þeim að lifa spilið af.

Borðspil

er heiti yfir leiki þar sem notast er við sérstakt spilaborð og ýmsa

smáhluti eins og peð, spjöld og teninga. Borðspil byggja ýmist á

slembni

,

kænsku

,

visku

, samvinnu eða blöndu af þessum þáttum. Spilarar vinna að

því að sigra aðra spilara með því að safna stigum, ná ákveðnum stað á spila-

borðinu eða

sanka að sér

ákveðnum fjölda af smáhlutum. Borðspilum fylgja

nákvæmar leikreglur sem spilarar eiga að fylgja. Elstu borðspilin sem vitað

er um eru frá því um 3000 fyrir Krist.

Dæmi um borðspil eru skák, mylla, Lúdó, Sequense, Monopoly og Catan.

Hvaða borðspil þekkir þú?

Hvert er þitt uppáhalds

borðspil? Af hverju?

Hvaða borðspil þykir þér

leiðinlegast að spila?

Af hverju?