Previous Page  120 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 120 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

118

Þetta er nú ekki beint

skólabókardæmi um

góða íþróttamannslega

framkomu.

En þessi strákskratti

er ákveðinn, hann má

eiga það.

Þeir gengu aftur á leikvöllinn. Grímur hafði þá gripið knöttinn og rak

hann á undan sér. Egill hljóp að Grími og rak öxina í höfuð honum,

alveg inn í heila. Þeir Þórður gengu síðan brott til Skalla-Gríms og

liðsmanna hans. Þá hlupu aðstandendur beggja til vopna og varð þetta

upphaf fjandskapar milli fjölskyldna Egils og Gríms.

Þegar Egill kom heim lét faðir hans sér fátt um finnast en móðir hans

sagði að hann væri víkingsefni og spáði því að hann myndi eignast

herskip þegar hann hefði aldur til. Þá kvað Egill þessa vísu:

Það mælti mín móðir

að mér skyldi kaupa

fley og fagrar árar,

fara á brott með víkingum,

standa uppi í stafni,

stýra dýrum knerri,

halda svo til hafnar,

höggva mann og annan.