7. KAFLI
113
Adrenalínið flæðir um líkamann og ég fleygi
bakpokanum upp á aðra öxlina og hleyp eins
og fætur toga í áttina að skóginum. Ég heyri
hvin þegar hnífsblaðið nálgast og kippi bakpok-
anum ósjálfrátt upp til að verja höfuðið.
Hnífurinn stingst í bakpokann. Nú er ég búin
að koma báðum ólunum upp á axlirnar og
hleyp að trjánum. Ég veit einhverra hluta vegna
að stúlkan veitir mér ekki eftirför. Veit að hún
snýr sér aftur að Nægtarhorninu áður en allt
það besta er horfið. Ég get ekki varist brosi.
Takk fyrir hnífinn
, hugsa ég.
Ég sný mér snöggvast við í skógarjaðrinum til
að renna augum yfir blóðvöllinn. Ein tólf fram-
lög berjast uppi við hornið. Nokkur liggja nú
þegar dauð á jörðinni. Þau sem lögðu á flótta
hverfa á milli trjánna eða niður í hyldýpið
hinum megin við völlinn. Ég hleyp áfram
þangað til skógurinn felur mig fyrir hinum
framlögunum en hægi þá ferðina og fer að
skokka á jöfnum hraða sem ég veit að ég get
haldið talsverða stund. Næstu klukkustundir
skipti ég á milli þess að skokka og ganga, reyni
að komast eins langt frá keppinautunum og ég
frekast get. Ég missti brauðið í handalögmálun-
um við strákinn úr Níunda umdæmi en tókst
að troða plastdúknum upp í ermina svo að ég
brýt hann snyrtilega saman á göngunni og
sting honum í vasann. Ég losa líka hnífinn –
þetta er afbragðs hnífur með löngu, beittu
blaði, skarðtenntur uppi við skaftið, prýðilegur
til að saga í gegnum hitt og þetta – og sting
honum í beltið. Ég þori ekki enn að stansa til
að skoða ofan í bakpokann. Ég held bara áfram
og staldra ekki við nema til að gá hvort einhver
elti mig.
Nei, heyrðu mig nú!
Fæ ég ekki að lesa meira?
Þetta var rétt að verða spennandi!
Hvað verður um þessa Katniss?
Hver var þessi stúlka sem kastaði
hnífnum? Af hverju eru þessir krakkar
að berjast og hlaupa um skóginn eins
og vitleysingar? Hver er að elta
Katniss? Arrrg, of mörgum spurningum
ósvarað. Ætla að drífa mig
á bókasafnið. Bless!
Ræðið saman!
Gætu svona leikar átt sér
stað í raunveruleikanum?
Af hverju? Af hverju ekki?