7. KAFLI
115
Kvikmyndagerðarfólk hefur einnig fundið hjá sér þörf
fyrir að nota spil í myndum sínum. Enda ekki skrýtið.
Spilamennska getur svo sannarlega verið uppspretta
ótrúlegra ævintýra eins og eftirfarandi dæmi sanna.
Astrópía
er íslensk kvikmynd frá árinu 2007. Þar er sagt
frá hópi vinalegra
nörda
sem koma reglulega saman og
spila hlutverkaspil af miklum móð. Ævintýrin í hlutverka-
spilum geta
varað
allt frá nokkrum klukkutímum upp í
margra daga, jafnvel vikna skemmtun.
Í kvikmyndinni
Jumanji
frá árinu 1996 segir frá systkin-
unum Judy og Peter sem finna dularfullt borðspil í gömlu
húsi þar sem þau dvelja. Þegar þau hefja spilið hitta þau
fyrir Alan nokkurn Parrish sem hefur verið fastur í
spilinu í marga áratugi, allt frá því hann spilaði það sem
ungur drengur. Judy og Peter verða að halda spilamennsk-
unni áfram til þess að leysa Alan úr
prísundinni
, jafnvel
þó það þýði að þau verði að sigrast á hryllilegum risaskor-
dýrum, brjáluðum öpum og lífshættulegum nashyrningum.
Nörd
Orðið nörd er karlkyns nafnorð.
Orðið í fleirtölu er: nördar.
Orðið er tökuorð úr ensku.
Orðið merkir
ákaft áhugafólk eða sá eða sú
sem hefur sérlega mikinn áhuga á og/eða
þekkingu á ákveðnu efni.
Ert þú nörd á einhverju
sviði? Hverju?
Á hvaða sviði myndir
þú vilja vera nörd?
Nefnið fleiri kvikmyndir
eða sjónvarpsþætti þar
sem spil eða leikir koma
við sögu.