ORÐSPOR
2
122
Að leiðarlokum …
Voff
Þá er þessu ferðalagi okkar um tungumálið
lokið að sinni. Það má nú hreinlega segja að við
höfum farið saman út í geim og aftur heim í
þessari bók og skoðað margt þar á milli.
Ég vona, minn námsfúsi nemi, að saman muni
okkur takast að vinna orrustuna um íslenskuna.
Að hugsa sér ef hún tapaðist! Nei ansans nei,
við endum ekki vegferð okkar á svartsýnisrausi.
Heldur skulum horfa hnarreist fram á veginn.
Fram til sigurs unga þjóð! Já, hmm, nú ætlum
við Tungulipur að bregða okkur í göngutúr.
Við hlökkum til að hitta þig síðar.