7. KAFLI
119
Knattleikur
Búið til leikreglur um knattleik. Þar sem engar nákvæmar heimildir eru til um
hvernig knattleikurinn var spilaður þá látið endilega hugmyndaflugið ráða.
Hversu margir mega vera í hvoru liði?
Hvernig fer leikurinn fram?
Hvað þarf til að vinna leikinn?
Kynnið leikreglurnar fyrir bekkjarfélögum.
Bekkurinn velur svo þær leikreglur sem þykja lofa góðu, fer eftir þeim og
setur upp knattleik á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.
Hver er þinn
uppáhalds
útileikur?
Af hverju?
Egils saga Skalla-Grímssonar er eldgömul. Hún er sennilega skrifuð á 13. öld
og enginn veit með vissu hver höfundur hennar er. Marga grunar þó að sjálfur
Snorri Sturluson hafi komið nálægt ritun hennar. Sagan er nokkurs konar ævi-
saga en hvort allir atburðir hafi í raun átt sér stað er erfitt að segja til um.
Margt af því sem gerist í sögunni er hreint út sagt ótrúlegt.
Egla segir frá ævi og ævintýrum Egils Skalla-Grímssonar. Sagan hefst þegar
Skalla-Grímur, faðir Egils, flýr Noreg og gerist landnámsmaður á Íslandi.
Hann sest að í Borgarfirði og elur þar upp son sinn Egil. Egill er enginn
fyrir-
myndardrengur
, er
ódæll
og
fyrirferðamikill
. Hann gerist víkingur og
herjar
um alla Norður Evrópu. Samskipti Egils og nokkurra Noregskonunga eru
stormasöm
og hann á í sífelldum
útistöðum
við mann og annan.