Previous Page  114 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 114 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

112

Leikjasmiðir í fullu starfi

Það virðist ótrúlegt en fólk um allan heim hefur það að

atvinnu

að hanna,

semja og búa til leiki og spil. Sumir

sérhæfa

sig í að búa til borðspil.

Einhverjir einbeita sér að því að semja hlutverkaleiki eða tölvu-

leiki. Enn aðrir setja saman ratleiki eða ráðgátuleiki. Þetta fólk

býr til

afþreyingu

, skemmtun og leikreglur fyrir okkur hin.

Sem er aldeilis hreint frábært. En þar með er ekki sagt að þú

getir ekki búið til þinn eigin leik eða spil. Því veistu, það geta nefnilega

allir verið leikjasmiðir.

Til dæmis þú!

Lífshættulegir leikir

Allt sem þarf til að verða leikjasmiður er

slatti

af hugmyndaflugi og

skvetta

af

spilagleði. Þetta hafa skáldsagnahöfundar oft sannað með því að bæta inn í sögur

sínar æsispennandi viðureignum er tengjast spilamennsku eða leikjum. Oftast nær

er um að ræða baráttu upp á líf og dauða þar sem líf aðalpersóna

hanga á bláþræði

og atburðarásin fær lesandann til að naga neglur sínar og fletta blaðsíðum með

skjálfta í fingrum. Og þakka fyrir í huganum að mest spennandi leikur skólafélag-

anna sé Lögga og bófi. Já,

skáldin

eru oft fínustu leikjasmiðir. Skoðum dæmi.

Í fyrstu bókinni af þremur sem kenndar eru við Hungurleikana kynnumst við

unglingsstúlkunni Katniss. Hún býr í Tólfta umdæmi í ríkinu Panem. Á hverju

ári skipa yfirvöld í höfuðborginni Kapitól umdæmunum tólf að senda einn strák

og eina stelpu til að keppa á Hungurleikunum. Reglur leikanna eru einfaldar –

það er spilað upp á líf og dauða og sá sigrar sem heldur lífi.

Litla systir Katniss er valin til að keppa fyrir umdæmið. Katniss býðst til að taka

þátt í stað hennar. Hún er því send til höfuðborgarinnar ásamt bakarasyninum

Peta. Þar þurfa þau að berjast fyrir lífi sínu á leikvangi leikjasmiðanna í Kapitol.