ORÐSPOR
2
110
Rommí
!
Að grípa í spil er góð skemmtun. Sum spil
eru ósköp einföld og lærast fljótt en önnur eru
flóknari og
krefjast
þess að leikmaður þekki
leikreglur inn og út. Þá koma leiðbeiningar sér vel.
Hér með er ykkur boðið að eyða þessari kennslu-
stund í að spila á spil. Engar bækur, engin fallbeyging,
ekkert um ng og nk regluna og alls engin ritun.
Bara spilamennska! Skiptið í heppilega hópa,
lesið leiðbeiningarnar um Rommí og spilið!
Uppruna spilastokksins má
rekja til Kína. Elstu heimildir
um að spilað hafi verið á spil
eru frá 9. öld. Spilastokkurinn
kom til Evrópu á 14. öld.
STOPP!
Stoppið þessa
kennslubók!