7. KAFLI
111
Og ekki gleyma að sagnorðin
eru eins og kamelljónið hérna,
stöðugt að dulbúa sig. Þau geta
nefnilega staðið í nafnhætti, nútíð og þátíð
og stundum meira að segja í boðhætti.
Sko: Ég
stend
í dag en ég
stóð
í gær
og svo er mikilvægt að
standa
jafnt
í báða fætur. Já,
stattu
með sjálfum þér!
En farið nú að spila lömbin mín.
Já, einmitt!
Þessi sem segja okkur
frá því sem er að gerast og
því sem einhver gerir. Þið
munið:
að spila, að kasta,
að skipta, að draga,
að vinna, að tapa
.
Stopp!!!
Augnablik, kæru börn.
Flýtið ykkur hægt. Ekki ana svona
áfram. Ég stend á öndinni við að
reyna að halda í við ykkur.
Ég má til með að trufla ykkur því
nú er tilvalið að rifja upp allt sem
vita þarf um sagnorð.
Við köllum þau
STUÐ-orð,
Málfróður.