Previous Page  111 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 111 / 132 Next Page
Page Background

7. KAFLI

109

Þú ert ‘ann!

Það er fátt skemmtilegra en að taka þátt í líflegum leik eða spila

fjörugt spil með fjölskyldunni og góðum félögum. Frá örófi alda hafa

menn búið til leiki eða spil til að

stytta sér stundir

. Sumir leikir ná

slíkum vinsældum að þeir eru spilaðir

kynslóð fram af kynslóð

.

Gott dæmi um slíkan leik er fótbolti. Uppruna fótboltaleiksins má

rekja um 2500 ár aftur í tímann, til Forn-Grikkja. Leikurinn hefur

haldið vinsældum sínum og þróast fram á okkar daga. Nú er hann

spilaður um allan heim af fólki á öllum aldri. Vinsældir hans eru

slíkar að hann er orðinn að íþróttagrein þar sem bestu spilarar

heims í karla- og kvennaflokkum keppa sín á milli.

Hvað merkir að

stytta sér stundir

?

Hvað er átt við

með

kynslóð fram

af kynslóð

?

Fyrstu heimildir um leikinn fótbolta er

líklega hægt að rekja til grískrar afþrey-

ingar er kallaðist Harpaston. Leikurinn

var sambland af fótbolta og ruðningi.

Elstu vísun í fótbolta eins og við þekkj-

um hann er að finna í enskum heimild-

um frá 13. öld. Leikurinn var þá nokkuð

frábrugðinn því sem þekkist í dag. Tekist

var harkalega á um boltann og reglur

ekki eins skýrar og í fótbolta nútímans.

Leikurinn varð því oft blóðugur og end-

aði jafnvel með dauða leikmanna.

Leikreglur voru líklega ekki settar fyrr

en um 1800 þegar leikurinn varð að vin-

sælli íþróttagrein í skólum á Englandi.

Látið hugann reika og skráið niður alla leiki eða spil sem ykkur detta í hug.

Raðið öllum hugmyndum í flokka. T.d. hópleikir, hreyfileikir,

boltaleikir, útileikir, spurningaleikir, spil, þrautalausnir, borðspil.

Hengið leikjasafnið á áberandi stað í skólastofunni.