ORÐSPOR
2
100
Dagbækur
Dagbækur eru áhugavert fyrirbæri. Dagbókarritun hefur tíðkast í mörg hundruð ár víða
um veröldina. Elsta íslenska dagbókin er frá 18. öld og er geymd í handritadeild
Landsbókasafnsins
. Sú var rituð af presti sem aðallega skráði
embættisverk
og það sem
á daga hans dreif í vinnunni. Á safninu er einnig að finna dagbækur Elku Björnsdóttur,
verkakonu í Reykjavík. Hún hélt dagbækur á árunum 1915–1923 og lýsti lífi fátæks fólks
á Íslandi á tímum fyrri heimstyrjaldar. Í bókum hennar segir einnig frá frostavetrinum
mikla, Spænsku veikinni, Kötlugosi og fullveldisdeginum 1918.
Dagbækur eru frábærar heimildir um líf og störf fólks á ýmsum tímum.
Sumar dagbækur er hægt að nýta í rannsóknir á veðurfari en aðrar fræða
okkur um
þjóðhætti
og
málfar
fyrri tíma. Svo eru þær sem hafa verið
skrifaðar á mikilvægum tímum í mannkynssögunni og lýsa vel hvernig venjulegt fólk
upplifði atburði eða aðstæður.
Vinsældir dagbókarskrifa hafa jafnvel aukist á undanförnum árum með
tilkomu bloggsíðna og samfélagsmiðla.
Sumar skáldsögur eru skáldaðar dagbækur sem
lýsa hverdagslegu lífi sögupersónanna. Aðrar
dagbækur eru byggðar á sönnum atburðum
og oft grimmilegum veruleika þess sem ritar
söguna. Hér á eftir koma dæmi um hvort tveggja.
Af hverju eru
dagbækur sagðar
góðar heimildir?
Bókahillan