6. KAFLI
95
Orrahríð
Það er ekki víst að þú vitir það en nákvæmlega núna fer fram
orrusta
allt í kringum þig. Sem betur fer eru þetta ekki blóðugir
bardagar eða stríðsátök en barátta engu að síður. Tungumálið
íslenska er nefnilega að berjast fyrir tilveru sinni. Þetta rúmlega
1000 ára gamla tungumál á
undir högg að sækja
úr ýmsum áttum
og keppir um vinsældir við annað og
útbreiddara
tungumál.
Will Your Grandchildren Speak Icelandic?
Heldur þú að barnabörnin þín
muni tala íslensku?
Hugsum okkur að þú stökkvir núna upp í tímavél og ferðist 100 ár
fram í tímann inn í kennslustund hjá 6. bekk í skólanum þínum.
Allir nemendurnir yrðu mjög hissa, eða kannski ekki því ef til vill
verða tímaferðalög algeng eftir eina öld. Hver veit!
Hvaða tungumál er
það sem hugsanlega
ógnar íslensku?
Hvað er átt við þegar
sagt er að það ógni
íslensku tungumáli?