103
Þriðjudagur 16. júní 1992
Kæra Mimmý.
Hver einasta rúða í húsinu okkar er brotin
fyrir utan þær í herberginu mínu. Þetta
gerðist þegar fallbyssuskot lenti á skart-
gripabúðinni hennar Zoku hérna á móti.
Ég var ein inni. Mamma og pabbi voru
niðri í garði að elda hádegismat og ég fór
upp til að leggja á borð. Allt í einu heyrði
ég ægilegan hvell og brothljóð. Ég varð mjög
hrædd og ætlaði að hlaupa fram á gang en
þá birtust pabbi og mamma í dyrunum. Þau
föðmuðu mig að sér, lafmóð, áhyggjufull,
náföl og löðursveitt. Svo hlupum við niður
í kjallara vegna þess að við gátum átt von
á fleiri skotum. Þegar ég uppgötvaði hvað
hafði gerst fór ég að gráta. Ég hríðskalf.
Eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk þótti þjóðum
heimsins nauðsynlegt að tryggja börnum aukna
vernd. Gróf brot á réttindum barna í stríðinu stað-
festu nauðsyn þess að einhvers konar sáttmáli væri
til. Eftir margra ára umræður og heilmikla vinnu lá
loks fyrir samningur um réttindi barna sem stað-
festur var á þingi Sameinuðu þjóðanna árið 1989.
Barnasáttmálinn
varð að veruleika. Hann á að
tryggja börnum ákveðna vernd og umönnun og
styrkir stöðu þeirra í samfélaginu.
Virða öll ríki heims
Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna?
Þau reyndu að róa mig en ég var ofsahrædd.
Að lokum jafnaði ég mig samt. Þegar við
förum aftur upp í íbúð voru gólfin þakin
glerbrotum og rúðurnar mölbrotnar. Við
fjarlægðum brotin og strengdum plast í
gluggana. Við höfðum sloppið vel. Ég tók upp
sprengjubrot og leifar af handsprengju, setti
hvort tveggja í kassa og þakkaði guði fyrir að
ég hafði verið stödd í eldhúsinu, annars hefði
ég kannski … HRYLLINGUR!
Ég veit ekki hvað ég hef skrifað svona orð oft.
HRYLLINGUR. Við erum búin að fá meira
en nóg. Hryllingurinn hefur tekið völdin
í lífi okkar. Kannski ættum við hérna í
Sarajevo að kalla daginn „hrylling“ héðan
í frá. Það væri viðeigandi.
Þín Zlata.
Anna Frank nefndi dagbókina sína Kitty.
Zlata kallaði sína Mimmý. Hvað myndir
þú kalla þína dagbók?