

6. KAFLI
99
Til að
viðhalda
tungumáli og halda því lifandi þurfa
þeir sem tala málið að hafa eftirfarandi atriði í huga:
• Nota tungumálið í daglegu lífi
. Á heimili, í
skóla og vinnu, í verslunum, samkomum og
með vinunum. Til að segja brandara eða
skemmtisögur, flytja leikrit eða lýsa atburðum.
• Nota tungumálið til að tjá sig á rituðu máli
.
Skrifa skólaverkefni, tölvupósta, smáskilaboð,
blaðagreinar, minnismiða, dagbókarfærslu,
ritgerð eða skáldsögu.
• Auka orðaforða
. Lesa mikið og alls konar texta.
Læra ný orð á hverjum degi og nota þau í tali
og skrifum.
• Smíða ný orð
. Bæta við orðum í tungumálið
þegar nýir hlutir eða hugtök verða til.
• Semja og lesa bækur á íslensku
.
• Bera virðingu fyrir tungumálinu
.
Ræðið þessi atriði.
Hvar standið þið
best að vígi?
Hvaða þætti mætti
bæta?
Lifandi
tungumál