Previous Page  106 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 106 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

104

Íslenski fáninn er tákn fyrir landið okkar, rétt eins og skjaldarmerkið.

Áður fyrr gátu sjómenn t.d. séð frá hvaða landi skip kom eftir því

hvaða fáni blakti á skipinu.

Fáninn hefur ekki alltaf verið eins og hann er í dag.

Talið er að fyrsti íslenski þjóðfáninn hafi orðið til í kringum árið 1809.

Sá fáni var blár og með mynd af þremur þorskum uppi í vinstra horni.

Þessi fáni var nú ekki mikið notaður og árið 1873 var kominn nýr

þjóðfáni. Hann var blár með mynd af hvítum fálka. Í lok 19. aldar

komu upp hugmyndir um að íslenski fáninn ætti að vera í samræmi

við fána annarra kristinna þjóða, þ.e. hafa kross. Þá var hannaður fáni

sem var blár grunnur með hvítum krossi.

Árið 1915 var ákveðið að íslenski þjóðfáninn ætti að vera heiðblár

með mjallhvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum.

Sá fáni er þjóðfáni okkar enn í dag.

Hvaða land á fána sem

er hvítur grunnur og blár

kross í miðjunni – öfugt við

gamla íslenska fánann?

Finnið á netinu eða í bók

mynd af gömlu fánunum

sem voru með þorskum

og fálka.

Skoðaðu þjóðfána annarra landa á netinu eða í bók.

Hvað eiga margir fánar sameiginlegt? Hvaða fánar finnst þér flottir og af hverju?

Ef þú værir þjóðhöfðingi í ímynduðu ríki, hvernig væri þjóðfáni þíns ríkis?

Ísland, gamla Ísland

Ísland, gamla Ísland

fjallabláminn

jöklar

eldurinn í

iðrum landsins