Previous Page  98 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 98 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

96

Nú, þú yrðir líklega beðin(n) um að svara spurningum frá forvitnum krökkum og

ættir að segja frá lífinu á Íslandi á 21. öldinni. Allir munu skoða fötin þín og finnast

þau gamaldags og að öllum líkindum verða öll börnin í bekknum aðeins hærri en þú

í loftinu. Og svo er eitt sem þú þarft að hafa í huga. Nokkuð sem sennilega hafði ekki

hvarflað að þér að gera ráð fyrir.

Það getur nefnilega verið að börnin í skólastofunni eigi erfitt með að skilja þig. Ekki bara

að eitt og eitt orð hafi breyst eða

úrelst

eins og væri nú eðlilegt á hundrað árum. Nei, það

kann að vera að nemendurnir skilji ekki orð af því sem þú segir á íslensku.

Nei, ekki séns

, hugsar þú líklega þegar þú lest þetta. Enda er harla skrítið til þess að hugsa

að tungumál sem hefur verið til í a.m.k. 1000 ár hætti bara allt í einu að vera til. En það

er nú reyndar tilfellið. Á hverju ári hverfa nokkur tungumál af

sjónarsviðinu

. Ástæður

geta verið ýmsar en sú sem við þurfum að hafa í huga er að annað tungumál taki yfir

og

verði ríkjandi

.

Hvaða ástæður geta

hugsanlega legið að baki

því að tungumál hverfi

af sjónarsviðinu?

Þú ert stödd / staddur í kennslurými á 22. öldinni. Þú ert á tímaflakki á

vegum Menntamálaráðuneytisins og átt að kanna framtíð menntamála

á Íslandi. Þú ert með þráðlausan hljóðnema á eyranu og átt að lýsa því

sem fyrir augu ber. Hvað sérðu?

Hafðu eftirfarandi punkta í huga:

• Er kennslurýmið ólíkt því sem við þekkjum í dag? Hvernig?

• Hefur námið / námsgögn / kennslan breyst?

• Eru kennarar öðruvísi?

• Eru sömu skólareglur?

• Hvernig koma nemendur þér fyrir sjónir?

Skrifaðu stutta

skýrslu

fyrir ráðuneytið. Finndu þér námsfélaga

og lestu skýrsluna fyrir hann.

Hvernig lítur

tímavél út?

Hannaðu þína

eigin vél.

Þetta verkefni gæti

verið skemmtilegt að

vinna með öðrum!