ORÐSPOR
2
102
Dagbók Zlötu
1994
Zlata Filipovic er bosnískur rithöfundur og dagbókar-
skrifari. Sem ung stúlka bjó hún í Sarajevo en þá
ríkti þar
stríðsástand
. Zlata hélt dagbók á árunum
1991–1993 á meðan stríðið í fyrrum Júgóslavíu stóð
sem hæst. Stríðið hófst stuttu fyrir 11 ára afmælisdag
hennar. Í dagbók sinni lýsir hún vel lífi barns í
stríðs-
hrjáðri
borg. Þegar bókin kom út fékk hún mikla
athygli og var þýdd á mörg tungumál. Zlata var kölluð
Anna Frank frá Sarajevo.
Fædd:
3. desember 1980 í Sarajevo, Bosníu og Hersegóvínu.
Búseta:
Flúði til Parísar með foreldrum sínum árið 1993.
Býr núna á Írlandi.
Nám:
Mannfræðingur frá Oxford háskóla.
Starf:
Rithöfundur og kvikmyndagerðarkona.
Fleyg orð:
„Mér finnst eins og ekkert, enginn, muni lifa þessi ósköp af.“
„Dagbókin varð eitthvað meira en bara bók til að skrá niður hversdags-
lega hluti. Hún varð félagi minn og pappírinn var reiðubúinn að taka á
móti og viðurkenna allt sem ég hafði frá að segja.“
[Zlata Filipovic, 1993, Dagbók Zlötu – Barn á bernsku í Sarajevó. Bls. 77]
Dagbók Önnu Frank er önnur dag-
bók sem er skrifuð af ungri stúlku
í miðju stríði. Saga Önnu Frank
gerist í seinni heimstyrjöldinni og
lýsir því hvernig fjölskylda Önnu
er í felum. Í bókinni Söguskinnu
er að finna brot og umfjöllun um
Dagbók Önnu Frank.