Previous Page  100 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 100 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

98

Umræður um framtíð íslenskrar tungu

Nú er komið að ykkur að mynda ykkur skoðun og finna rök. Þið haldið ef til vill

að um ósköp venjulegt skólaverkefni sé að ræða en kannski er þetta mikilvægasta

verkefnið í þessari bók. Því framtíð tungumálsins íslensku veltur ef til vill á því

hvaða

afstöðu

þið takið í málinu!

• Skiptið bekknum í tvo hópa.

• Annar hópurinn á að finna rök fyrir því að ekki þurfi að hafa áhyggjur en hinn

færir rök fyrir því að líklega sé íslenskan í hættu. Finnið að minnsta kosti fimm

atriði sem styðja mál ykkar.

• Nemendur undirbúa sig vel, leita sér upplýsinga, ræða við sérfræðinga og vitna

í heimildir. Auk þess þarf að æfa framsögn og framkomu.

• Kennari stýrir umræðum þar sem aðilar frá báðum hópum færa rök fyrir máli sínu.

Sæl vinkona! Gaman að

heyra í þér. Það má ekki

bjóða þér að taka eins og

einn tölvuleik svona rétt

fyrir háttatíma?

Þessi þáttasería er

alveg hreint ljómandi góð,

Steini. Ég mæli með að þú

látir á hana reyna næst

þegar þú vilt slaka á.