Previous Page  103 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 103 / 132 Next Page
Page Background

101

Leyndarmál Lindu, sögur af ekki svo æðislegu lífi

2014

Dagbókin

Leyndarmál Lindu

er sett upp líkt og hand-

skrifuð dagbók með teikningum inn á milli. Þar lýsir

sögupersónan Linda Magg sínu hversdagslega lífi á

fjörugan hátt.

Höfundur bókarinnar er bandaríski lögfræðingurinn

Rachel Renée Russell. Hún kýs að skrifa unglinga-

bækur um hina kátu Lindu frekar en að vera í réttar-

sal. Ástæðan er tvíþætt: Henni finnst skemmtilegri

vinna að skrifa bækur og náttföt og inniskór eru ekki

ásættanlegur klæðnaður í vinnunni sem lögfræðingur.

Laugardagur, 7. september

Pabbi og mamma eru að gera mig

BRJÁLAÐA! Síðustu 3 sólarhringa hafa

þau hengt upp og límt 139 regnbogalitaða

límmiða með jákvæðum orðum sem þýða

ekki neitt:

Vertu þinn eiginn besti vinur.

Bjóddu sjálfri þér heim til þín!

Hvernig á að skilja þetta? Verst að

mér tókst ekki að lesa allt sem stóð á

miðanum sem þau tróðu á ristavélina,

en hann brann óvart til kaldra kola.

Ég neyddist til að hella ávaxtasafanum

til að slökkva eldinn.

Svo byrjaði ristavélin að bráðna og skaut

útfjólubláum neistum í allar áttir og var með

leiðindahljóð eins og

GRRRRRRRRAAAAAAAGGGGGG!!

Ég held að við verðum að kaupa nýja.

En það sem ég var hræddust við var að húsið

okkar myndi brenna til ösku. Bara vegna

þess að foreldrar mínir settu límmiða á rista-

vélina.

Ég þekki pabba og mömmu ósköp vel

og veit að þau meina líka vel, en stundum,

já ég segi það bara hreint út hér og nú,

stundum geta þau orðið manni til

MIKILLAR SKAMMAR!!!