Eitt líf - Dagbók - rafbók

HÆ! EITT LÍF DAGBÓK

Ég heiti: Gælunafnið mitt er: Ég fæddist: Í dag er: Lífsleikni lýsir vel þessu námsefni og það er einmitt hún sem getur komið okkur vel af stað út í lífið og aðstoðað okkur þegar við á. Lífsleikni hjálpar okkur að takast á við ýmsar hliðar tilverunnar í nútímasamfélagi. Hún gerir okkur kleift að mæta áskorunum og kröfum daglegs lífs. Það getur því borgað sig að æfa sig í lífsleikni. Þú getur punktað niður allt sem þér dettur í hug og tengist þessu efni á víð og dreif um bókina. Þetta er bókin þín, lífið þitt og þér eru allir vegir færir. Ég trúi því. Trúir þú því líka? UM HVAÐ ER ÞETTA NÁMSEFNI? Já ég trúi því Ja kannski bara Ég ætla a.m.k. að vinna í því Nei Veit ekki Er ekki viss en ... Jú ég er handviss

NOTAÐU ANDARDRÁTTINN EITT LÍF

KAFLI 1 STAÐALMYNDIR, SJÁLFSMYND OG UMHVERFI Hlaðvarp #1 („Basicly eins og stereotýpur”) KAFLI 2 BLS. 18 EFNISYFIRLIT KAFLI 3 GAGNRÝNIN HUGSUN, ÁKVARÐANATAKA OG VENJUR BLS. 29 Hlaðvarp #3 („Rautt flagg – ef það er of gott til að vera satt”) BLS. 7 TILFINNINGAR OG BJARGRÁÐ Hlaðvarp #2 („Allar tilfinningar eðlilegar”) KAFLI 4 BLS. 38 MÖRK - TAKTU PLÁSS Hlaðvarp #4 („Væntingar sem við setjum á aðra og okkur sjálf”) KAFLI HEILSA, SVEFN, SKJÁNOTKUN, HREYFING, NÆRING OG FÉLAGAR BLS. 45 Hlaðvarp #5 („Margt sem spilar inn í heilbrigði”) 5

KAFLI 10 MARKMIÐASETNING, SEIGLA, ÁRANGUR OG DRAUMALÍFIÐ BLS. 76 Hlaðvarp #10 („Eitthvað sem við stefnum á”) KAFLI LÍKAMSVITUND/LÍKAMSMYND BLS. 54 Hlaðvarp #6 („Hvernig okkur líður með líkamann okkar, hvernig við hugsum um hann og komum fram við hann”) 6 KAFLI 7 GEÐRÆKT, NÚVITUND OG HUGARRÓ BLS. 61 Hlaðvarp #7 („Við erum öll með geð”) KAFLI 8 HJÁLP HVERT GET ÉG LEITAÐ OG HVAÐA AÐSTOÐ ER Í BOÐI? BLS. 66 Hlaðvarp #8 („Hvert get ég leitað?”) KAFLI 9 FARSÆLD BARNA BLS. 73 Hlaðvarp #9 („Farsælt komandi ár”)

KAFLI 1 STAÐALMYNDIR, SJÁLFSMYND OG UMHVERFI („Basicly eins og stereotýpur”) Viðmælandi: Björgheiður Margrét Helgadóttir verkefnastjóri í sjálfbærniráðgjöf hjá EY og meistaranemi í kynjafræði Þáttastjórnendur: Bjartur Einarsson og Helga Lilja Maack HLAÐVARP #1

HVAÐ ER STAÐALMYND? STATTU MEÐ ... Pælingar í dag ___ / ___ 20___ HVAÐ ER SJÁLFSMYND? 6

7 Staðalmyndir eru þær yfirborðskenndu hugmyndir sem við höfum um fólk út frá því hvaða hópi það virðist tilheyra, hvernig það klæðir sig, talar, ber sig o.s.frv. 1.2 Hugsaðu um einhverja teiknimynd sem þú horfðir á í æsku og skrifaðu hvernig teiknimyndin sýndi kynjaðar staðalmyndir 1.1 Staðalmyndir geta haft áhrif á okkur. Hvaða hóp við upplifum að við tilheyrum eða hvaða hóp við upplifum að við tilheyrum ekki getur haft áhrif á sjálfsmynd okkar. Myndir þú gera allt sem vinir þínir eru að gera þó að þú viljir það ekki? Af hverju?/Af hverju ekki? Já Já Nei Nei Myndir þú kaupa þér föt, BARA því þau eru í tísku? Af hverju/Af hverju ekki? STAÐAL MYNDIR

8 Sjálfsmynd okkar segir til um hvernig við sjáum okkur sjálf. Hún getur verið mismunandi eftir aðstæðum. SJÁLFS MYND Skrifaðu nokkur orð um hvernig þú myndir lýsa þér í þessum mismunandi aðstæðum: 1.3 Með vinum Í skólanum Heima Í íþróttum eða öðru tómstundastarfi Er mikill munur á þér í þessum aðstæðum? Ef svo er, hvernig þá?

9 1.4 Sjálfsmynd í formi lagalista. Útbúðu lista með nokkrum lögum sem táknmynd um það hvaða augum þú lítur þig. Veltu vel fyrir þér hvaða lög eru á þeim lista, hvers vegna þú valdir þau lög og hvað textarnir í lögunum tákna í þínu lífi. Hvaða táknmynd væri á þínum lagalista? Teiknaðu eða skrifaðu hér: 1.5 Eina manneskjan sem þú átt að bera þig saman við er manneskjan sem þú varst í gær. Við erum alltaf að breytast, bæta okkur og læra. Eðlilegur partur af lífinu felur í sér stöðuga sjálfskoðun, sama hvað við erum gömul. Hvernig þú vilt vera, hverju þú vilt bæta þig og vinna í, varðar þig og einungis þig! Skrifaðu niður fimm atriði í þínu fari sem þú myndir vilja gera betur. Hverju vil ég breyta? 1. 2. 3. 4. 5. Mikið Táknmyndir Lög: Miðlungs Lítið Hversu mikið langar mig að vinna í þessu?

10 Komdu auga á styrkleika þína! STYRKLEIKAR Nefndu eitthvað sem þú ert góð/góður/gott í að gera: Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Nefndu eitthvað sem þú hefur hjálpað öðrum með: Nefndu nokkra styrkleika sem þú telur þig hafa? 1.6 1 1 1 1 3 3 3 3 2 2 2 2 4 4 4 4

11 Ein leið til að sína okkur sjálfum samkennd er með því að losa okkur við dómhörkuna og neikvætt sjálfstal. SAM KENND 1.7 Ímyndaðu þér að þú hafir gert mistök sem þér líður illa yfir, prófaðu að skrifa setningar hér fyrir neðan inn í talblöðrurnar sem þú gætir sagt við þig til að ýta undir jákvætt og heilbrigt sjálfstal. Slepptu þínum innri gagnrýnanda og sýndu þér þá ást sem þú átt skilið. Skrifaðu inn í blöðrurnar þær neikvæðu hugsanir sem gætu komið upp við sömu aðstæður. Þessar hugsanir ætlar þú að sleppa tökum á og leyfa að fljúga út í veður og vind.

12 Stilltu áttavitann þinn með því að finna hver gildi þín eru. GILDI Gildin geta verið allskonar og til að finna þau getur reynst vel að skoða hin ýmsu svið í lífi þínu og hugsa hvað það er sem þér finnst mikilvægt. Nokkur svið sem gott er að velta fyrir sér eru: 1.8 ÉG Hvernig manneskja vil ég vera? Hvað finnst mér best við mig? Hvað finnst mér skemmtilegast að gera? Hvað hjálpar mér að líða vel? FJÖLSKYLDAN MÍN Hvernig samskipti vil ég eiga við fjölskylduna? Hvernig dóttir/sonur/bur vil ég vera? VINIR MÍNIR Hvernig vil ég koma fram við vini mína? Hvaða eiginleika í mínum vinum kann ég mest að meta? SAMFÉLAGIÐ MITT Hvernig samfélagi vil ég búa í? Hvað get ég lagt að mörkum? FRAMTÍÐIN MÍN Hvað vil ég vera og gera eftir 10 ár? En eftir 30 ár? HÆGT ER AÐ ENDURSKOÐA GILDI SÍN ÚT LÍFIÐ, ÞAU ENDURSPEGLA HVERNIG MANNESKJA VIÐ VILJUM VERA.

13 Byrjaðu á því að draga hring utan um þau 10 gildi sem þú tengir mest við og sem komu mögulega fram þegar þú svaraðir spurningunum hér að framan. Önnur gildi sem ég tengi við: Skrifaðu hér þín topp fimm gildi: VELTU ÞVÍ NÚ FYRIR ÞÉR HVORT GILDIN ÞÍN ENDURSPEGLIST Í HVERNIG ÞÚ TEKUR ÁKVARÐANIR OG LIFIR LÍFI ÞÍNU. Að gefa af sér til annarra Auðmýkt Ábyrgð Ánægja Ást Fagurkeri Forvitni Frelsi Stjórnun Fyrirgefning Gjafmildi Gleði Góðvild Heiðarleiki Heilbrigði Hreinskilni Hugrekki Húmor Hvetjandi Jafnrétti Öryggi Reglufesti Réttlæti Rómantík Samhyggð Samkennd Samkvæmni Samvinna Samviskusemi Sanngirni Sjálfsstjórn Sjálfstæði Sjálfsvitund Sköpun Staðfestni Styðjandi Sveigjanleiki Þolinmæði Þrautseigja Traust Umhyggjusemi Vingjarnleiki Virðing Ævintýragirni 1. 2. 3. 4. 5.

14 1.10 Skrifaðu inn í litlu hringina nokkur dæmi um hverju þú getur stjórnað og hverju þú getur ekki stjórnað. ÉG GET STJÓRNAÐ: ÉG GET EKKI STJÓRNAÐ: Stór hluti af okkar sjálfsmynd getur myndast frá umhverfinu. UMHVERFI 1.9 Skrifaðu niður fimm atriði sem snerta afþreyingu, tómstundir, hluti eða einstaklinga sem þú umgengst mest. Skráðu á kvarðann hvernig þér líður eftir að hafa verið með viðkomandi, notað hlutinn eða stundað viðkomandi tómstund eða afþreyingu. AFÞREYING TÓMSTUNDIR HLUTUR 0 0 0 0 0 100 100 100 100 100 DÆMI: tefla 0 FÓLK 100

15 fela í sér margs kyns tjáningu og mikilvægt er að átt sig á að talað orð er einungis lítill hluti af samskiptunum sem við eigum, tónn raddarinnar og líkamstjáning hefur mun meira að segja. SAMSKIPTI 1.11 Í DAG LÍÐUR MÉR ... Getur þú nefnt dæmi um orð sem getur haft margar merkingar? Getur þú nefnt dæmi um tjákn sem fólk skilur á mismunandi hátt og þá hvernig? Teiknaðu þitt eigið tjákn (e. emoji) ef það á betur við í dag VERUM EINS OG VIÐ ERUM OG LEYFUM ÖÐRUM AÐ VERA EINS OG ÞAU ERU

(„Allar tilfinningar eðlilegar”) Viðmælendur: Þóra Jóhannsdóttir nemi í sálfræði og fyrrum formaður Hugrúnar geðfræðslufélags og Sandra Steinunn Fawcett meistaranemi í sálfræði frá Hugrúnu geðfræðslufélagi Þáttastjórnendur: Bjartur Einarsson og Helga Lilja Maack HLAÐVARP #2 KAFLI 2 TILFINNINGAR OG BJARGRÁÐ

18 ÓTTI KRAFTUR RÓLYNDI Óöryggi Hræðsla Áhyggjur Streita Stolt Frelsi Farsæld Kjarkur Óttaleysi Léttir Traust Einbeiting Núvitund Þægindi Friðsæld Værð Nánd Jafnvægi Bjartsýni Þakklæti Kvíði Tortryggni Bugun Iðrun Taugaveiklun Ráðaleysi Mikilvægi Staðfestni Valdeflandi Velgengni Hugrekki Sjálfsöryggi TILFINNINGAR Stundum nefnt TILFINNINGAHJÓLIÐ

19 ÞETTA ER PÉTUR. HANN HEFUR ALLSKYNS TILFINNINGAR EINS OG VIÐ ÖLL. REIÐI GLEÐI SORG Bræði Biturð Afbrýðisemi Geðvonska Öfund Leiði Eftirsjá Einmanaleiki Þróttleysi Sárindi Kímni Von Ást Hamingja Kátína Höfnun Vonleysi Svik Sinnuleysi Áhugaleysi Vanmáttur Eftirvænting Léttleiki Bjartsýni Alsæla Spenningur Ástríða Svekkelsi Ofsareiði Andstyggð Árásargirni Hatur Fyrirlitning

20 TILFINNINGAR ERU EITTHVAÐ SEM ÞÚ HEFUR, EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ERT! Pælingar í dag ___ / ___ 20___ STOPPUÐU ÞÆR LENGI VIÐ EÐA FLUTU HJÁ? HVAÐA TILFINNINGAR HAFA VAKNAÐ HJÁ ÞÉR Í DAG?

21 2.1 Orð sem við getum notað yfir tilfinningar eru óteljandi. Talið er að við séum með nokkrar megin tilfinningar og svo eru til alls konar blæbrigði sem þeim fylgja. Dæmi um megin tilfinningarnar eru: RÓLYNDI RÓLYNDI GLEÐI GLEÐI KRAFTUR KRAFTUR REIÐI REIÐI ÓTTI ÓTTI SORG SORG Allar þessar tilfinningar eiga það sameiginlegt að hægt er að túlka þær með svipbrigðum og þá er sama hvar í heiminum þú ert, svipbrigðin eru nánast þau sömu. Hannaðu þín eigin tjákn fyrir þessar tilfinningar:

22 BJARGRÁÐ - KVÍÐI 2.2 ANDA DJÚPT Við gleymum stundum að anda (eins skrítið og það hljómar) þegar við upplifum kvíða. Við erum þá ekki að anda djúpt niður í lungun en það eitt og sér getur létt á kvíða einkennum. Prófaðu að: 1. anda djúpt inn, alla leið niður í maga. 2. telja upp á fimm á meðan þú andar djúpt að þér. 3. anda út og telja upp á fimm. 4. endurtaka þetta fjórum til fimm sinnum. HVAÐA LITI SÉRÐU? Að hugsa um eitthvað allt annað en það sem er að valda þér kvíða getur hjálpað til við að yfirstíga þessa óþægilegu tilfinningu. Prófaðu að: 1. horfa út um gluggann eða eitthvert annað. 2. einbeita þér að því að telja í huganum upp alla litina sem þú sérð. 3. endurtaka eins lengi og þarf. ANDLEGUR UNDIRBÚNINGUR Stundum getur það verið hjálplegt að fara yfir (í huganum eða samtali við aðra) þær aðstæður sem valda okkur kvíða. Prófaðu að: 1. ímynda þér aðstæður sem valda þér kvíða en þú ert alveg róleg/ur/t og líður vel. 2. hugleiða hvað þú myndir segja/gera í þessum aðstæðum og hvernig þú myndir tækla allar mögulegar útkomur. 3. gera þetta aftur og aftur í huganum þangað til þér líður öruggri/öruggum/öruggt.

23 Nefndu dæmi um aðstæður sem geta valdið þér kvíða: Hakaðu við þau kvíðaeinkenni sem þú hefur fundið fyrir í slíkum aðstæðum: HRAÐUR HJARTSLÁTTUR MUNNÞURRKUR KÖKKUR Í HÁLSI ANDÞYNGSLI SVITNA INN Í HÖNDUM ” FIÐRILDI“ Í MAGANUM MAGAVERKUR/ÓGLEÐI EINBEITINGARSKORTUR ANNAÐ: Hvaða bjargráð er hægt að nýta sér í þessum aðstæðum?

BJARGRÁÐ - REIÐI 2.3 VIÐVÖRUNARLJÓS Prófaðu að: 1. ímynda þér ljós inn í höfðinu á þér sem blikkar þegar þú þarft að stoppa áður en þú talar eða bregst við. 2. athuga með ljósið þegar þú ert í aðstæðum sem kalla fram reiði hjá þér. TELJA UPP Á TÍU Ef þú ert í samskiptum sem eru að valda þér reiði, getur þetta bjargráð hjálpað. Prófaðu að: 1. taka djúpt andann og byrjaðu að telja rólega upp á 10 í hljóði. 2. halta áfram að hlusta á hina manneskjuna á meðan þú telur í huganum. Ekki ögra hinum aðilanum með því að sýna hvað þú ert að gera (telja). 3. horfa í augun á aðilanum sem þú ert að tala við. TALA VIÐ SIG SJÁLF Stundum getur það verið hjálplegt að tala við okkur sjálf (nóg að gera það í huganum) og segja sér að vera róleg. Dæmi: Ég nýt þess að hafa stjórn á skapi mínu Ég get leyst þetta án þess að rífast Ég get verið rólegt Ég get höndlað þetta GRMPFF!

25 Hvernig tekst þú á við reiði? Teiknaðu eða skrifaðu þínar hugleiðingar.

(„Rautt flagg ef það er of gott til að vera satt”) Viðmælandi: Katrín Mjöll Halldórsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni Þáttastjórnendur: Bjartur Einarsson og Helga Lilja Maack HLAÐVARP #3 KAFLI 3 GAGNRÝNIN HUGSUN, ÁKVARÐANATAKA OG VENJUR

27 EKKI ER ALLT SEM SÝNIST, LÍFIÐ KREFST GAGNRÝNINNAR HUGSUNAR Pælingar í dag ___ / ___ 20___ HVAÐA AUGLÝSINGUM MANSTU EFTIR SEM GETA ORKAÐ TVÍMÆLIS? HVAÐ ER GAGNRÝNIN HUGSUN? HVERNIG REYNA AUGLÝSINGAR AÐ HÖFÐA TIL FULLORÐINS FÓLKS? EN BARNA?

3.1 GAGNRÝNIN HUGSUN – AUGLÝSINGAR Horfðu á auglýsingu. Hvað er verið að selja? Lýsing á auglýsingunni: Til hvaða markhóps er verið að reyna að ná til? Kvenna Karla Kynsegin Ungmenna Fullorðinna Allra hópa Annarra, hvaða? Hvaða skilaboð eru sögð beint út í auglýsingunni? Hvaða skilaboð eru sögð óbeint í auglýsingunni? Hvaða auglýsingatækni er notuð í auglýsingunni: Áhrifavaldar Hjarðhegðun Kynþokki Þroski og fágun Vinsældir Skemmtun og slökun Sérfræðingar Vísindaleg sönnun Sýningar Tilboð Samanburður/ Skoðanakannanir 28

GAGNRÝNIN HUGSUN – Í DAGLEGU LÍFI • Það er okkur eðlislægt að vilja fylgja hópnum en prófaðu að styrkja huga þinn og taktu ákvarðanir út frá þínum rökum og ástæðum. • Að vega og meta afleiðingar sem fylgja gjörðum okkar er mikilvægur partur af gagnrýnni hugsun. Dæmi: Ætla ég að kíkja á skilaboðin í símanum sem ég fékk meðan ég er á hlaupahjólinu og mögulega detta eða lenda í árekstri eða ætla ég að stoppa og skoða skilaboðin? Þá gæti ég mætt of seint í klippingu. Hvor afleiðingin er verri? • Við hættum aldrei að velta fyrir okkur hvað er satt og hvað ekki, hverju við eigum að trúa og hverju við ættum að hafna. VIÐ ÞURFUM ÖLL Á GAGNRÝNNI HUGSUN AÐ HALDA. VEI!! HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGUR! FRÍ Í SKÓLUM ALLA ÞRIÐJUDAGA HMMM? 29

ÁKVARÐANATAKA Segja má að líf einstaklingsins sé samsafn allra þeirra ákvarðana sem hann tekur. Við erum alltaf að taka ákvarðanir, stórar og smáar. Sumar ákvarðanir hafa áhrif á allt okkar líf en aðrar eru lítilvægar. Að taka góða ígrundaða ákvörðun ÚTLISTA Hvaða ákvörðun þarf að taka? ÍHUGA Hvaða möguleikar eru í stöðunni? VELJA ... besta möguleikann og grípa til aðgerða 3.2 30

HVERSDAGSLEGAR ÁKVARÐANIR Gerðu lista yfir þær ákvarðanir sem þú tekur dagsdaglega heima hjá þér, í skólanum og með vinum. Veltu fyrir þér og skráðu svo niður hvort þú telur þig taka þær ákvarðanir eða hvort einhver eða eitthvað gæti haft áhrif á ákvörðunina. Það gætu verið foreldrar, vinir, kennarar eða miðlar (samfélagsmiðlar, fjölmiðlar, auglýsingar og svo framvegis). Ákvarðanir í skólanum: Ákvarðanir heima: Ákvarðanir með vinum: Ég Foreldrar/Forsjáraðilar Vinir Kennarar Miðlar 1 2 3 4 5 31

32 3.3 VENJUR Hvaða venjur værir þú til í að venja þig af? Hvaða nýju venjur værir þú til í að taka upp? Sumt gætir þú nú þegar gert, þá merkir þú við það líka. HREYFA MIG REGLULEGA LESA BÆKUR LÁTA MÍNAR SKOÐANIR Í LJÓS SETJA MIG Í FYRSTA SÆTI SKIPULEGGJA MIG BÚA UM RÚMIÐ HREYFA MIG REGLULEGA SETJA MÉR MARKMIÐ SPARA PENING FRAMKVÆMA REGLULEGA GÓÐVERK DREKKA VATN SLÖKKVA Á SÍMANUM 30 MÍN. FYRIR SVEFN HUGLEIÐA GANGA/HJÓLA Á MILLI STAÐA HUGSA VEL UM MÍNA ANDLEGU HEILSU FÁ NÆGAN SVEFN

3.4 Veldu eina venju sem þú vilt gera að vana hjá þér og settu fram hvaða skref þú þarft að taka til að ná því. ... 34, 35, 36 ... BREYTA VENJUM 33

(„Væntingar sem við setjum á aðra og okkur sjálf”) Viðmælandi: Sturla Brynjólfsson sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni Þáttastjórnendur: Bjartur Einarsson og Helga Lilja Maack HLAÐVARP #4 KAFLI 4 MÖRK - TAKTU PLÁSS

36 HVERNIG GET ÉG SETT MÖRK? ÞAÐ MÁ SEGJA STOPP! HVERNIG GET ÉG TEKIÐ PLÁSS? Pælingar í dag ___ / ___ 20___

37 Í öllum okkar samskiptum við aðra höfum við ALLTAF rétt á því að setja mörk enda eru mörk ein af undirstöðum heilbrigðra samskipta. MÖRK 4.1 Veltu fyrir þér eftirfarandi aðstæðum og svaraðu hvernig hægt er að setja mörk. Aðstæður: Þú kaupir þér snarl sem þér finnst gott fyrir þinn pening en systkini þín hika ekki við að borða það áður en þú kemst til þess. Svar: Ég vil að þú virðir að ég á þetta snarl og ég vil að þú biðjir mig um leyfi ef þú vilt borða snarl sem ég á. DÆMI Aðstæður: Vinur þinn sendir þér skilaboð og þú svarar ekki strax til baka. Hann verður ósáttur að þú hafir ekki svarað strax. Svar: Aðstæður: Vinur þinn er í heimsókn hjá þér um kvöld. Þig langar að fara að koma þér í háttinn en hann er ekki átta sig á því hvað klukkan er orðin margt. Svar: Aðstæður: Frænka þín biður þig að passa börnin sín næsta sunnudag en þú ert nú þegar með önnur plön. Svar: EKKI SVONA MÖRK!

38 Hringirnir hér að neðan tákna þín persónulegu mörk. Einn hringur er fyrir fjölskyldu, annar fyrir vini, þriðji fyrir kunningja og sá fjórði fyrir ókunnuga. Prófaðu að skilgreina þín persónulegu mörk með því að skrifa númerin í þann hring sem þér myndi líða vel að gera með viðkomandi. Sumt getur passað í fleiri en einn hring. 4.2 Dettur þér fleira í hug? ÉG FJÖLSKYLDA VINIR KUNNINGJAR ÓKUNNUGIR 1. Knúsa 2. Segja frá áhyggjum 3. Taka í hendurnar á viðkomandi 4. Segja góðan daginn 5. Haldast í hendur 6. Deila poka af snakki 7. Óska til hamingju með afmælið 8. Biðja um ráð 9. Lána fötin þín 10. Spjalla um veðrið

39 Hvað segir þú þegar einhver hrósar þér? Þakkar þú fyrir eða ferðu að gera lítið úr því sem þér var hrósað fyrir? Réttindabarátta samkynhneigðra snýst um að taka pláss. Hvernig þá? Stundum viljum við biðjast afsökunar þegar við ættum ekki að þurfa að gera það. 4.3 Dæmi: ÞEGAR ÞÚ SETUR MÖRK HEGÐUN ANNARRA ÞEGAR ÞÚ SVARAR EKKI SKILABOÐUM STRAX ÞEGAR ÞÚ SETUR ÞIG OG ÞÍNA GEÐHEILSU Í FYRSTA SÆTI AÐ HAFA TILFINNINGAR ÞEGAR ÞÚ SEGIR HVERNIG ÞÉR LÍÐUR Skrifaðu nokkur atriði sem þér dettur í hug sem þú ættir ekki að þurfa að biðjast afsökunar á: Í hverju fólst sú bylting? 4.4 TAKTU PLÁSS! #Metoo byltingin var dæmi um hvernig fólk sem áður hafði ekki tekið pláss fór að láta í sér heyra og taka pláss.

(„Margt sem spilar inn í heilbrigði”) Viðmælandi: Margrét Lilja Guðmundsdóttir þekkingarstjóri hjá Planet Youth Þáttastjórnendur: Bjartur Einarsson og Helga Lilja Maack HLAÐVARP #5 KAFLI 5 HEILSA, SVEFN, SKJÁNOTKUN, HREYFING, NÆRING OG FÉLAGAR

42 HVAÐ FINNST ÞÉR FELAST Í HEILBRIGÐI? NOTAÐU ANDARDRÁTTINN HVAÐ GERIR ÞÚ TIL AÐ STUÐLA AÐ HEILBRIGÐI? Pælingar í dag ___ / ___ 20___ INN - ÚT - INN - ÚT

43 5.1 HEILBRIGÐIS- ÞRÍHYRNINGURINN Hvað gerir þú til að halda góðri heilsu; líkamlega, andlega og félagslega? LÍKAMLEG HEILSA FÉLAGSLEG HEILSA ANDLEG HEILSA

44 5.2 Þrátt fyrir að við viljum flest gera okkar besta til að vera heilbrigð þá þýðir það ekki alltaf að við tökum skynsamlegar ákvarðanir fyrir heilsuna okkar. Ástæðurnar geta t.d. verið að ... • við kjósum ánægju fremur en sársauka • við viljum halda að við séum við stjórnina Finndu nokkur dæmi þar sem þessir þættir eiga við. ... OG 14 TIL 17 ÁRA ÞURFA UM 8-10 KLUKKUTÍMA. GÍRAFFI ÞARF AÐEINS UM 2 KLUKKUTÍMA SVEFN Á DAG ... ZZZZ ZZZZ ZZZZ ZZZZ ... EN BRÚNAR LEÐURBLÖKUR ÞURFA UM 20 TÍMA Á DAG! 6 TIL 13 ÁRA UNGMENNI ÞURFA 9-11 KLUKKUTÍMA SVEFN ...

45 ZZZZSVEFN 5.3 Prófaðu að skrá niður svefninn hjá þér í eina viku með því að fylla út í töfluna hér fyrir neðan. Litaðu í dálkana frá þeim tíma sem þú sofnar á kvöldin og þar til þú vaknar á morgnana. Skráðu einnig hvernig þú vaknar hvern dag. Varstu glaðvakandi, fannstu fyrir þreytu eða vildir þú sofa lengur? Hakaðu við það sem við á. 20 22 00 02 06 04 08 10 21 23 01 03 07 05 09 11 12 MÁNUDAGUR Eða síðar Glaðvakandi Fann fyrir þreytu Vildi sofa lengur 20 22 00 02 06 04 08 10 21 23 01 03 07 05 09 11 12 MIÐVIKUDAGUR Eða síðar Glaðvakandi Fann fyrir þreytu Vildi sofa lengur 20 22 00 02 06 04 08 10 21 23 01 03 07 05 09 11 12 LAUGARDAGUR Eða síðar Glaðvakandi Fann fyrir þreytu Vildi sofa lengur 20 22 00 02 06 04 08 10 21 23 01 03 07 05 09 11 12 ÞRIÐJUDAGUR Eða síðar Glaðvakandi Fann fyrir þreytu Vildi sofa lengur 20 22 00 02 06 04 08 10 21 23 01 03 07 05 09 11 12 FÖSTUDAGUR Eða síðar Glaðvakandi Fann fyrir þreytu Vildi sofa lengur 20 22 00 02 06 04 08 10 21 23 01 03 07 05 09 11 12 FIMMTUDAGUR Eða síðar Glaðvakandi Fann fyrir þreytu Vildi sofa lengur 20 22 00 02 06 04 08 10 21 23 01 03 07 05 09 11 12 SUNNUDAGUR Eða síðar Glaðvakandi Fann fyrir þreytu Vildi sofa lengur Samtals tímar í svefn: Samtals tímar í svefn: Samtals tímar í svefn: Samtals tímar í svefn: Samtals tímar í svefn: Samtals tímar í svefn: Samtals tímar í svefn:

46 SVEFN OG Finnur þú mun á andlegri líðan þinni þegar þú ert annarsvegar lítið fyrir framan skjáinn eða mikið fyrir framan skjáinn? 5.4 HREYFING 5.5 Hvaða hreyfing finnst þér skemmtileg? Hvaða hreyfingu gætir þú hugsað þér að prófa sem þú ert ekki að stunda nú þegar? Prófaðu að skrá niður þá hreyfingu sem þú stundar og merktu svo við hvernig þér líður andlega og líkamlega eftir að hafa stundað þá hreyfingu. Líður þér vel, líður þér eins og áður en þú hreyfðir þig eða líður þér verr? HVERNIG LÍÐUR MÉR? HREYFING: Andlega: Vel Eins Verr Vel Eins Verr Líkamlega: HVERNIG LÍÐUR MÉR? HREYFING: Andlega: Vel Eins Verr Vel Eins Verr Líkamlega: HVERNIG LÍÐUR MÉR? HREYFING: Andlega: Vel Eins Verr Vel Eins Verr Líkamlega: SKJÁNOTKUN

47 NÆRING 5.6 Prófaðu að skrá niður í þrjá daga hvort þú hafir borðað fjölbreytta fæðu, hafðir reglu á máltíðum og hafir notið þess að borða. Einnig skaltu merkja við hvernig orkustigið hjá þér er á þessum dögum. DAGUR 1 ORKUSTIG: Fjölbreytt fæða Regla á máltíðum Naustu þess að borða? já já já nei nei nei Glatað Súper Miðlungs DAGUR 2 ORKUSTIG: Fjölbreytt fæða Regla á máltíðum Naustu þess að borða? já já já nei nei nei Glatað Súper Miðlungs DAGUR 3 ORKUSTIG: Fjölbreytt fæða Regla á máltíðum Naustu þess að borða? já já já nei nei nei Glatað Súper Miðlungs HÉR MÁ TEIKNA ÞAÐ SEM ÞÚ BORÐAÐIR

48 FÉLAGSLEG HEILSA 5.7 Sá er vinur sem í raun reynist Hver væri þín tilvitnun? Hvernig vini vilt þú hafa í kringum þig? Reyndu að sjá heiminn frá mismunandi sjónarhornum, við erum öll að ganga í gegnum mismunandi hluti. Brostu og segðu hæ! Veldu alltaf að vera „næs‟, þú færð það til baka. Sýndu einlægan áhuga. Það er einföld leið til að sýna að þér sé ekki sama. HÆ!

49 • Hlæðu og hafðu gaman! • Að vera tryggur og áreiðanlegur einstaklingur fer aldrei úr tísku. • Vertu til staðar, ekki bara á góðum stundum heldur líka slæmum þó að það geti verið erfitt og óþægilegt. • Verum auðmjúk og biðjum afsökunar þegar við klúðrum. Við klúðrum öll einhverntímann og það er allt í lagi. Það er lífið. Þegar það gerist skaltu taka ábyrgð, biðjast afsökunar og læra af reynslunni. • Vertu þú sjálf/ur/sjálft. Ekki svipta heiminn því að fá að kynnast þér. HVERNIG ER ÉG GÓÐUR VINUR?

(„Hvernig okkur líður með líkamann okkar, hvernig við hugsum um hann og komum fram við hann”) Viðmælandi: Katrín Mjöll Halldórsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni Þáttastjórnendur: Bjartur Einarsson og Helga Lilja Maack KAFLI 6 LÍKAMSVITUND / LÍKAMSMYND HLAÐVARP #6

52 HLUSTAR ÞÚ Á LÍKAMA ÞINN? HVERNIG ÞÁ? ELSKAÐU ÞIG! Pælingar í dag ___ / ___ 20___ Líkamsmynd er hluti af sjálfsmynd okkar og snýr að hugsunum, skynjunum og tilfinningum okkar til eigin líkama.

53 LÍKAMSVITUND OG LÍKAMSMYND 6.1 Hlustaðu á líkama þinn Hvernig lætur líkami minn vita af því að ... - eitthvað er sprenghlægilegt? - ég vilji ekki taka þátt? - mér er heitt? - það er nýbúið að slá grasið? - kletturinn sem ég stend á er gífurlega hár? - maturinn sem ég var að setja upp í mig er löngu útrunninn? - mér finnst eitthvað spennandi? - mér finnst eitthvað leiðinlegt? - mér er kalt? - það er próf á morgun? - ég hlakka til að hitta vini? - ég þurfi að borða? - mér finnst einhver snerting óþægileg? - ég hafi ekki sofið nóg? - maturinn er góður á bragðið?

Í hlaðvarpsþætti 6 er meira fjallað um líkamsmynd en líkamsvitund. Nefndu dæmi um slíkt: 54 Líkami okkar er magnaður. Hann gerir okkur fær um að anda, knúsa og takast á við marga hluti. Hvað gerði líkami þinn fyrir þig í skólanum í dag? 6.2

LÍKAMSVITUND - TENGSLIN SEM VIÐ ERUM Í VIÐ LÍKAMA OKKAR GEEEIISSP! ÉG ER SVO SYBBIÐ! SNEMMA AÐ SOFA Í KVÖLD! GARNAGAUUUUL ÉG ER SVANGT! 55 LÍKAMSMYND - HVERNIG VIÐ SJÁUM LÍKAMA OKKAR

(„Við erum öll með geð”) Viðmælandi: Þóra Jóhannsdóttir nemi í sálfræði og fyrrum formaður Hugrúnar geðfræðslufélags Þáttastjórnendur: Bjartur Einarsson og Helga Lilja Maack HLAÐVARP #7 KAFLI 7 GEÐRÆKT, NÚVITUND OG HUGARRÓ

58 LÁTTU ÞÉR LÍÐA ... Pælingar í dag ___ / ___ 20___ HVERNIG ER STEMNINGIN Í DAG? HVAÐ GERIR ÞÚ FYRIR ÞIG?

59 7.1 ANDLEG HEILSA Hvað af þessum þáttum telur þú að hafi áhrif á þína andlegu heilsu? Fleira? Hvað? Hvað getur bætt andlega heilsu? HREYFING MATARRÆÐI SAMSKIPTI SAMFÉLAGSMIÐLAR SORG HÖFNUN FJÁRHAGUR KYNHNEIGÐ TRÚMÁL EINELTI VANRÆKSLA OFBELDI SVEFN

60 7.2 SJÁLF SKOÐUN Hvernig líður mér í dag? Andlega, líkamlega og félagslega? Hversu mikið vatn hef ég drukkið í dag? Hvernig svaf ég í nótt og síðustu nætur? Hvernig hef ég nært líkamann minn í dag? Hvað hef ég gert síðustu daga sem hefur látið mér líða vel? Hvaða get ég gert fyrir mig í dag sem er lítið en gerir mér gott?

7.3 61 NÚVITUND OG HUGARRÓ Að borða poppkorn með vakandi athygli getur verið góð skemmtun. Þá virkjarðu öll skynfærin þegar þú borðar og borðar bara eitt poppkorn í einu. Byrjaðu á því að horfa á poppkornið, skoða lögun þess, snertu það til að finna áferð þess og lyktaðu svo af því. Þú getur jafnvel lyft því upp að eyranu og kannað hvort þú heyrir eitthvað í því. Skoðaðu poppkornið með opnum huga og forvitni eins og þú hafir aldrei séð neitt slíkt áður. Þegar þú ert tilbúin/n/tilbúið þá geturðu opnað munninn og leyft poppinu að liggja smá stund á tungunni áður en þú byrjar að tyggja það. Á sama tíma fylgistu með því sem er að gerast í líkama þínum, finnurðu fyrir einhverju, ef til vill finnurðu hvernig munnvatnið eykst eða þá að þú tekur eftir einhverju öðru. Þú getur prófað að borða fjölmargt á sama hátt, t.d. getur verið áhugavert að borða epli mjög hægt og virkja öll skynfærin um leið og það er borðað. POPPKORN AÐ BORÐA MEÐ VAKANDI ATHYGLI

(„Hvert get ég leitað?”) Viðmælandi: Sandra Steinunn Fawcett meistaranemi í sálfræði frá Hugrúnu geðfræðslufélagi HLAÐVARP #8 KAFLI 8 HJÁLP HVERT GET ÉG LEITAÐ OG HVAÐA AÐSTOÐ ER Í BOÐI? Þáttastjórnendur: Bjartur Einarsson og Helga Lilja Maack

AÐ BIÐJA UM HJÁLP ER EITT AF ÞVÍ HUGRAKKASTA SEM ÞÚ GETUR GERT. Pælingar í dag ___ / ___ 20___ HVERNIG HJÁLP FINNST MÉR MIKILVÆGT AÐ SÉ Í BOÐI FYRIR BÖRN OG UNGMENNI? HVAÐ ER ÞAÐ SEM GERIR OKKUR HUGRÖKK? 64

65 8.1 HVERT GET ÉG LEITAÐ? Skrifaðu hér fyrir neðan nokkra aðila sem þú treystir til að leita til ef eitthvað bjátar á. Hver og hvernig? Einnig skaltu haka við hvernig þér myndi finnast best að tala við viðkomandi, í eigin persónu, í símtali eða gegnum skilaboð. Dæmi: EMERANTÍANA FRÆNKA Á HÚSAVÍK SÆLL LJÚFURINN MINN

66 8.2 HVAÐA AÐSTOÐ ER Í BOÐI? Hægt er að fá margskonar aðstoð, nefndu fimm til tíu staði sem hægt er að leita til: HJÁLP Í BOÐI

67 8.3 GEFÐU ÞÉR TÍMA Hlutir sem gerast ekki á einni nóttu: Verum þolinmóð við okkur sjálf! • BYGGJA UPP TRAUST • TILEINKA SÉR NÝJAR HEILBRIGÐAR VENJUR • VINNA ÚR SORG EFTIR ÁSTVINAMISSI • NÁ ÁRANGRI Í ÍÞRÓTTUM • SJÁLFSVINNA EFTIR ÁFALL • BYGGJA UPP FERIL TÍMI ÁRANGUR

(„Farsælt komandi ár”) Viðmælandi: Páll Ólafsson framkvæmdastjóri farsældarsviðs hjá Barna- og fjölskyldustofu Þáttastjórnendur: Bjartur Einarsson og Helga Lilja Maack HLAÐVARP #9 KAFLI 9 FARSÆLD BARNA

70 FARNIST ÞÉR VEL Í LÍFINU Pælingar í dag ___ / ___ 20___ HVAÐA MÁLEFNI GET ÉG BORIÐ UNDIR TENGILIÐINN? ER TENGILIÐUR FARSÆLDAR Í SKÓLANUM ÞÍNUM?

ÞÚ FJÖLSKYLDAN TÓMSTUNDIR FÉLAGSMIÐSTÖÐ HEILSUGÆSLA SKÓLINN 71 9.1 FARSÆLD BARNA Tengiliður farsældar er sá aðili sem á að vera barni og forsjáraðilum þess innan handar, aðstoða og finna þjónustu við hæfi þegar barn þarfnast stuðnings eða hjálpar við vanda. Hver er tengiliður farsældar í þínum skóla? Þú ert í hjartanu í miðjunni og í kringum þig er fjölskyldan, skólinn, tómstundir, félags- miðstöð, heilsugæsla og fleira. Skráðu á línurnar viðeigandi upplýsingar. Skólinn þinn: Umsjónarkennarinn þinn: Fjölskyldan þín: Tómstund/ir sem þú stundar: Félagsmiðstöðin þín, heilsugæsla eða annað:

9.2 Hvernig gæti draumaárið þitt litið út? ÁRIÐ Í LÍFI JANÚAR FEBRÚAR APRÍL MARS MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST OKTÓBER SEPTEMBER NÓVEMBER DESEMBER 72

(„Eitthvað sem við stefnum á”) Viðmælandi: Sturla Brynjólfsson sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni Þáttastjórnendur: Bjartur Einarsson og Helga Lilja Maack HLAÐVARP #10 KAFLI 10 MARKMIÐASETNING, SEIGLA, ÁRANGUR OG DRAUMALÍFIÐ

74 HVERNIG ER LÍFIÐ SEM ÞIG LANGAR Í? Pælingar í dag ___ / ___ 20___ VORU ÞAU RAUNHÆF? HEFUR ÞÚ SETT ÞÉR MARKMIÐ?

75 10.1 MARKMIÐASETNING Margar aðferðir eru notaðar þegar setja á markmið. Í þessu verkefni ætlum við að styðjast við SMART markmiðasetningu. Með þeirri aðferð verða markmiðin nákvæm og þú veist nákvæmlega hvað gerist þegar þeim er náð. Ef markið er sett of hátt eða lágt er minnsta málið að breyta því. Hvað vil ég framkvæma, hvaða hugmyndir vil ég láta verða að veruleika? S M A R T Skýrt: segir nákvæmlega hvað þú munt gera. Mælanlegt: við hvað er miðað, það er að þú getir mælt hvenær því er náð. Aðgerðamiðað: segir hvernig þú ætlar að ná markmiðunum, hvað þú þarft að gera til að ná þeim. Raunhæft: miðað við þínar aðstæður og forsendur. Tímasett: hvenær er markmiðinu náð.

76 Markmiðið mitt: Dæmi um skammtíma markmið: „Innan þriggja vikna mun ég ná að gera þrjár upphífingar‟ Dæmi um langtíma markmið: „Hlaupa maraþon undir 4 klukkutímum áður en ég verð 30 ára“. Settu markmiðið þitt upp eftir SMART: Tímasett Tímasett Mælanlegt Mælanlegt Aðgerðamiðað Aðgerðamiðað Skýrt og Raunhæft! Skýrt og Raunhæft! S M A R T

10.2 SEIGLA VAXTARHUGARFAR Já, þú getur þetta! Æfðu þig að koma með jákvæðar staðhæfingar um þig. Kláraðu setningarnar hér að neðan: Ég get Ég hef Ég er GET – ÆTLA – SKAL 10.3 Hvað þurfti ég að kunna fyrst? Í dag get ég ... En fyrst þurfti ég að ... ÉG GET ÞETTA!

78 MISTÖK - SEIGLA 10.4 Skrifaðu nokkur atriði undir ísjakann sem þér dettur í hug að gætu átt heima þar: Líkt og með ísjaka, þar sem við sjáum aðeins smá part af honum, þá sjáum við aðeins smá part af vegferð sem felst í velgengni. HALTU ÁFRAM AÐ KLIFRA, ÞÚ GETUR ÞETTA! Velgengni Mistök Höfnun

79 AÐ NÁ ÁRANGRI 10.5 Skrifaðu nokkur atriði sem er árangur fyrir þér. DÆMI: að vera með vinnu, líða vel, stunda hestamennsku, verða flugmaður og eiga stóra fjölskyldu. Fyrir mér er að ná árangri að ... vera líða stunda verða eiga

80 DRAUMALÍFIÐ MITT 10.6 Ímyndaðu þér að þú getir orðið hvað sem þú vilt verða. Engin takmörk – þannig eru draumar! Stundum getur verið gott að setja upp sjónrænt hvernig við sjáum fyrir okkur lífið sem okkur langar í. Það getur hjálpað okkur að skilgreina draumana okkar, áætlanir og markmið. Hvernig er lífið sem þig langar í? LEIKARI FERÐAST FLYTJA TIL ÚTLANDA HJÁLPA FÓLKI EIGA GÓÐA VINI EIGNAST HUND EIGA PENING EIGA HÚS Á HÚSAVÍK KOMAST Í BJÖRGUNARSVEIT HAFA RENNIBRAUT ÚR RÚMINU ÚT Í GARÐ FINNA LAUSN Á LOFTSLAGSVANDANUM GEIMFARI Skrifaðu/teiknaðu drauma þína eins og þeir líta út í dag ___ / ___ 20___ LÆRA MÖRG TUNGUMÁL VERA HEILBRIGÐ/UR/T EIGNAST FULLT AF BÖRNUM VINNA VIÐ VÍSINDI EIGNAST BÍL FINNA ÁSTINA VERÐA 100 ÁRA SJÁ GÍRAFFA Í AFRÍKU EIGA GÓÐA FJÖLSKYLDU LÆKNIR LÆRA AÐ MÁLA HAFA GAMAN Í VINNUNNI KLÍFA EVEREST LÆRA AÐ KAFA

EITT LÍF ISBN 978-9979-0-2834-5 Höfundur: © Andrea Ýr Arnarsdóttir Aníta Rún Óskarsdóttir, Bára Tómasdóttir, Katrín Rós Sigvaldadóttir, Kristján Ernir Björgvinsson og Sigríður Björk Kristinsdóttir komu að þróun, vinnslu og gerð námsefnis á upphafs stigum. Myndhöfundur: © Blær Guðmundsdóttir Myndefni: Shutterstock Málfarslestur: Diljá Þorbjargardóttir Ritstjórar: Harpa Pálmadóttir og Sigrún Sóley Jökulsdóttir Hönnun og umbrot: Blær Guðmundsdóttir Þakkir fyrir fagleg ráð fá Hilja Guðmundsdóttir, Aldís Eva Friðriksdóttir, sálfræðistofan Höfðabakka og Embætti landlæknis. Einnig fá þáttastjórnendur í hlaðvarpsþáttunum þakkir fyrir sína aðkomu; Bjartur Einarsson og Helga Lilja Maack, og viðmælendur; Björgheiður Margrét Helgadóttir, Katrín Mjöll Halldórsdóttir, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Páll Ólafsson, Sandra Steinunn Fawcett, Sturla Brynjólfsson og Þóra Jóhannsdóttir sem og Agnes Wild og Anna Marsibil Clausen fyrir tæknilega aðstoð. 1. útgáfa 2024 Menntamálastofnun í samstarfi við Minningarsjóð Einars Darra – Eitt líf. Kópavogur 2024

Við höfum farið um víðan völl saman í þessu námsefni. Farið yfir ýmsa þætti sem varða líf okkar eða munu kannski varða líf okkar seinna á ævinni. Lífið er svo óútreiknanlegt og við erum alltaf að læra og bæta okkur á hverjum einasta degi. Þegar við fæðumst vitum við ekki allt í stærðfræði sem hægt er að vita, það sama á við um allt mögulegt annað. Þetta og margt fleira þurfum við að æfa, læra, meðtaka og vinna með út allt lífið. Við getum svo margt og það er þess virði að fjárfesta í okkur sjálfum. Vinna í okkur andlega, líkamlega og félagslega. Myndhöfundur: Blær Guðmundsdóttir Höfundur: Andrea Ýr Arnarsdóttir TAKK FYRIR Við lærum smám saman hvernig við getum eflt sjálfsmynd okkar, seiglu og samskipti við aðra. og þú líka! Ég á bara EITT LÍF OG ÞÚ 40713

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=