Eitt líf - Dagbók - rafbók

22 BJARGRÁÐ - KVÍÐI 2.2 ANDA DJÚPT Við gleymum stundum að anda (eins skrítið og það hljómar) þegar við upplifum kvíða. Við erum þá ekki að anda djúpt niður í lungun en það eitt og sér getur létt á kvíða einkennum. Prófaðu að: 1. anda djúpt inn, alla leið niður í maga. 2. telja upp á fimm á meðan þú andar djúpt að þér. 3. anda út og telja upp á fimm. 4. endurtaka þetta fjórum til fimm sinnum. HVAÐA LITI SÉRÐU? Að hugsa um eitthvað allt annað en það sem er að valda þér kvíða getur hjálpað til við að yfirstíga þessa óþægilegu tilfinningu. Prófaðu að: 1. horfa út um gluggann eða eitthvert annað. 2. einbeita þér að því að telja í huganum upp alla litina sem þú sérð. 3. endurtaka eins lengi og þarf. ANDLEGUR UNDIRBÚNINGUR Stundum getur það verið hjálplegt að fara yfir (í huganum eða samtali við aðra) þær aðstæður sem valda okkur kvíða. Prófaðu að: 1. ímynda þér aðstæður sem valda þér kvíða en þú ert alveg róleg/ur/t og líður vel. 2. hugleiða hvað þú myndir segja/gera í þessum aðstæðum og hvernig þú myndir tækla allar mögulegar útkomur. 3. gera þetta aftur og aftur í huganum þangað til þér líður öruggri/öruggum/öruggt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=