Eitt líf - Dagbók - rafbók

37 Í öllum okkar samskiptum við aðra höfum við ALLTAF rétt á því að setja mörk enda eru mörk ein af undirstöðum heilbrigðra samskipta. MÖRK 4.1 Veltu fyrir þér eftirfarandi aðstæðum og svaraðu hvernig hægt er að setja mörk. Aðstæður: Þú kaupir þér snarl sem þér finnst gott fyrir þinn pening en systkini þín hika ekki við að borða það áður en þú kemst til þess. Svar: Ég vil að þú virðir að ég á þetta snarl og ég vil að þú biðjir mig um leyfi ef þú vilt borða snarl sem ég á. DÆMI Aðstæður: Vinur þinn sendir þér skilaboð og þú svarar ekki strax til baka. Hann verður ósáttur að þú hafir ekki svarað strax. Svar: Aðstæður: Vinur þinn er í heimsókn hjá þér um kvöld. Þig langar að fara að koma þér í háttinn en hann er ekki átta sig á því hvað klukkan er orðin margt. Svar: Aðstæður: Frænka þín biður þig að passa börnin sín næsta sunnudag en þú ert nú þegar með önnur plön. Svar: EKKI SVONA MÖRK!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=