Eitt líf - Dagbók - rafbók

GAGNRÝNIN HUGSUN – Í DAGLEGU LÍFI • Það er okkur eðlislægt að vilja fylgja hópnum en prófaðu að styrkja huga þinn og taktu ákvarðanir út frá þínum rökum og ástæðum. • Að vega og meta afleiðingar sem fylgja gjörðum okkar er mikilvægur partur af gagnrýnni hugsun. Dæmi: Ætla ég að kíkja á skilaboðin í símanum sem ég fékk meðan ég er á hlaupahjólinu og mögulega detta eða lenda í árekstri eða ætla ég að stoppa og skoða skilaboðin? Þá gæti ég mætt of seint í klippingu. Hvor afleiðingin er verri? • Við hættum aldrei að velta fyrir okkur hvað er satt og hvað ekki, hverju við eigum að trúa og hverju við ættum að hafna. VIÐ ÞURFUM ÖLL Á GAGNRÝNNI HUGSUN AÐ HALDA. VEI!! HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGUR! FRÍ Í SKÓLUM ALLA ÞRIÐJUDAGA HMMM? 29

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=