Eitt líf - Dagbók - rafbók

75 10.1 MARKMIÐASETNING Margar aðferðir eru notaðar þegar setja á markmið. Í þessu verkefni ætlum við að styðjast við SMART markmiðasetningu. Með þeirri aðferð verða markmiðin nákvæm og þú veist nákvæmlega hvað gerist þegar þeim er náð. Ef markið er sett of hátt eða lágt er minnsta málið að breyta því. Hvað vil ég framkvæma, hvaða hugmyndir vil ég láta verða að veruleika? S M A R T Skýrt: segir nákvæmlega hvað þú munt gera. Mælanlegt: við hvað er miðað, það er að þú getir mælt hvenær því er náð. Aðgerðamiðað: segir hvernig þú ætlar að ná markmiðunum, hvað þú þarft að gera til að ná þeim. Raunhæft: miðað við þínar aðstæður og forsendur. Tímasett: hvenær er markmiðinu náð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=