Eitt líf - Dagbók - rafbók

BJARGRÁÐ - REIÐI 2.3 VIÐVÖRUNARLJÓS Prófaðu að: 1. ímynda þér ljós inn í höfðinu á þér sem blikkar þegar þú þarft að stoppa áður en þú talar eða bregst við. 2. athuga með ljósið þegar þú ert í aðstæðum sem kalla fram reiði hjá þér. TELJA UPP Á TÍU Ef þú ert í samskiptum sem eru að valda þér reiði, getur þetta bjargráð hjálpað. Prófaðu að: 1. taka djúpt andann og byrjaðu að telja rólega upp á 10 í hljóði. 2. halta áfram að hlusta á hina manneskjuna á meðan þú telur í huganum. Ekki ögra hinum aðilanum með því að sýna hvað þú ert að gera (telja). 3. horfa í augun á aðilanum sem þú ert að tala við. TALA VIÐ SIG SJÁLF Stundum getur það verið hjálplegt að tala við okkur sjálf (nóg að gera það í huganum) og segja sér að vera róleg. Dæmi: Ég nýt þess að hafa stjórn á skapi mínu Ég get leyst þetta án þess að rífast Ég get verið rólegt Ég get höndlað þetta GRMPFF!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=