Kristni / Kennisetningar og reglur / Trúarjátning
 
Aðalkjarni kristinnar trúar er trúin á hina heilögu þrenningu sem er faðir, sonur og heilagur andi. Samkvæmt kristinni trú er samband föður, sonar og heilags anda leyndardómur. Þeir eru ekki þrír guðir heldur einn Guð sem deila sama guðdómi og hafa því sömu eiginleika. Guð hefur þrjár birtingarmyndir en ekkert getur verið Guð nema Guð sjálfur. Guð er skapari því hann er faðirinn sem framkvæmir. Guð er einnig frelsari vegna þess að hann sendi son sinn til mannanna með heilögum anda til að frelsa mannkynið undan syndum sínum. Í þriðja lagi er Guð sá sem heglar því hann sendir mönnum heilagan anda til að viðhalda og útbreiða kristna trú. Með þessu er átt við að það var ekki guðdómurinn í heild sem gerðist maður heldur aðeins sonurinn, Jesús Kristur. Samkvæmt kristinni trú er Jesús Kristur því bæði sannur Guð og sannur maður.
Hægt er að lesa nánar um þetta í kaflanum Tákn og helgir dómar – Þríhyrningurinn.