Trúarjátning

Kristni / Kennisetningar og reglur / Trúarjátning

Sækja pdf-skjal

 

Jesús Kristur

Trúarjátning kristinna manna inniheldur undirstöðuatriði trúarinnar. Fyrstu orð trúarjátningarinnar segja á hvað kristnir menn trúa og síðan kemur útskýring á því hver Guð sé, hvernig hann birtist og hvað hann hefur kennt. Trúarjátningin er upphaflega sú játning sem fólk fór með á dögum fornkirkjunnar þegar það tók skírn. Tvær útgáfur eru af trúarjátningunni. Það er Postullega trúarjátningin sem upphaflega var skírnarjátning safnaðarins í Róm og Nikeujátninginn sem tilheyrði austurhluta Rómarveldis.

Postullega trúarjátningin
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapar himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda,
fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar,
reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs
og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trú á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra,
fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.
Amen.

Níkeujátningin
Ég trúi á einn Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar, alls hins sýnilega og ósýnilega.
Og á einn Drottin Jesú Krist, Guðs einkason, sem er af föðurnum fæddur frá eilífð,
Guð af Guði, ljós af ljósi, sannur Guð af Guði sönnum, fæddur, eigi gjörður, samur föðurnum.
Fyrir hann er allt skapað.
Vegna vor mannanna og vorrar sáluhjálpar steig hann niður af himni,
klæddist holdi fyrir heilagan anda af Maríu meyju og gjörðist maður.
Hann var og krossfestur fyrir oss á dögum Pontíusar Pílatusar, píndur og grafinn.
Hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum og steig upp til himna,
situr við hægri hönd föðurins og mun aftur koma í dýrð að dæma lifendur og dauða.
Á ríki hans mun enginn endir verða.
Og á heilagan anda, Drottin og lífgjafann sem út gengur af föður og syni
og með föður og syni er tilbeðinn og ávallt dýrkaður og mælti af munni spámannanna.
Og á eina, heilaga, almenna og postullega kirkju.
Ég játa að ein sé skírn til fyrirgefningar syndanna
og vænti upprisu dauðra og lífs hinnar komandi aldar.
Amen.