Til eru margar helgisagnir af lífi og starfi prinsins Siddharta Gautama sem er betur þekktur sem Búdda, upphafsmaður búddadóms. Þessar sagnir er að finna á víð og dreif í hinum ýmsu helgiritum búddadóms. Á 2. öld e.Kr. skrifaði indverska skáldið Asvaghosa bókina Buddacharita sem er ævisaga Búdda byggð á frásögnum úr Tripitaka-ritunum eða Körfunum þrem. Mismunandi er eftir helgideildum hve mikil áhersla er lögð á þessar sagnir. Í þessum köflum er að finna nokkrar þekktar helgisagnir af lífi Búdda.
Hér er gagnvirk tengiþraut sem tengist efni þessa kafla.