Í trúarbrögðum er oft að finna ákveðin tákn sem eru einskonar einkennistákn þeirra. Þessi tákn tengjast oft helgisögnum og myndlíkingum sem þar eru notaðar en eru einnig oft tengd spámönnum og boðberum trúarbragðanna. Flest trúarbrögð hafa einnig einhverja helga dóma, byggingar eða aðrar veraldlegar minjar sem þykja af einhverjum orsökum helgar eða tengjast tilbeiðslusiðum trúarbragðanna. Í þessum kafla er hægt að lesa um nokkur tákn og helga dóma innan búddadóms.
Hér er gagnvirk tengiþraut sem tengist efni þessa kafla.