Siddharta og svanurinn

Búddadómur / Líf Siddharta Búdda / Siddharta og svanurinn

Sækja pdf-skjal

 

Abraham Siddharta var mjög einstakt og gott barn. Hann elskaði allt sem lifði og allir elskuðu hann. Hann var svo vel gefinn og duglegur í skólanum að fljótlega vissi hann meira en kennararnir. Þar sem hann var prins og faðir hans vonaði að hann myndi taka við ríki sínu einn dag og verða mikill konungur, þá var Siddharta einnig þjálfaður í að berjast með sverði og boga. En eftir æfingar settist hann oft í hallargarðinn til að fylgjast með fuglunum og dýrunum.

Dag einn er Siddharta sat við vatnið flaug hópur hvítra svana yfir. Allt í einu hrapaði einn svanurinn og lenti við fætur Siddharta með ör fasta í vængnum. Siddharta fann til með svaninum og tók hann í faðm sér og róaði hann niður. Varlega dró hann örina úr vængnum og vafði hann í skyrtuna sína til að halda honum heitum.  Frændi Siddharta, Devadatta, kom nú hlaupandi að með boga og örvar í höndunum. Þegar hann sá svaninn í faðmi Siddharta hrópaði hann: „Hvað ertu að gera með svaninn minn? Ég skaut hann þannig að ég á hann, svo þú skalt gjöra svo vel að láta mig hafa hann strax!“ En Siddharta vildi ekki láta svaninn í hendur frænda síns sem hann vissi að myndi drepa hann, þannig að drengirnir fóru að rífast um svaninn. Hvorugur vildi gefast upp og á endanum ákváðu þeir að fara til konungsins til að láta hann ákveða hvor hefði rétt fyrir sér.

Konungurinn og ráðgjafar hans hlustuðu á sögu drengjanna en þeir voru ekki sammála um hver ætti að eiga svaninn. Sumum fannst að Devatta ætti að fá hann þar sem hann skaut hann en öðrum fannst að Siddharta ætti að fá hann af því að hann hafði fundið hann. Þeir gátu ekki komist að niðurstöðu. Þá heyrðist allt í einu lág rödd úr hinum enda salarins. „Ég get hjálpað ykkur,“ sagði röddin. Eigandi hennar var eldgamall maður sem enginn hafði séð áður. „Enginn vill upplifa sársauka og deyja, það sama á við um dýrin,“ sagði gamli maðurinn. „Gefið svaninn til drengsins sem reyndi að bjarga lífi hans en ekki til drengsins sem mun drepa hann.“ Þessu voru konungurinn og ráðgjafarnir sammála og gáfu því Siddharta svaninn. Hann hugsaði um svaninn og hlynnti að sárum hans þar til hann gat flogið aftur og þá fór hann með hann niður að vatninu og leyfði honum að fljúga til vina sinna.