Indversk hljóðfæri  
  Sítar
Esraj (Israj)
Sarod
Tabla
Sarangi
Tanpura
Swarmandal
Saraswati vina
Harmoníum
Ektara
Shehnai
Mridangam
Bansuri
       

 

Tanpura
Tanpura er strengjahljóðfæri með löngum hálsi, af lútuætt, og er til í mismunandi útgáfum frá ýmsum löndum í Asíu.

Tanpura getur verið frá 102–153 cm að lengd og svipar til sítarsins að lögun en er með bandalausum hálsi. Hljóðfærið er úr tré og graskeri með fjórum til fimm stálstrengjum, einstaka sinnum sex, en það er frekar sjaldgæft. Hljómkassi hljóðfærisins kallast toomba og er úr graskeri eins og sítar en aðeins stærri. Stærð hljóðfærisins getur verið mismunandi og ákvarðast af því hvort notandinn er hljóðfæraleikari eða kvenkyns eða karlkyns söngvari.

Hljóðfærið gegnir mikilvægu hlutverki í indverskri tónlist og er vinsælt í hugleiðslutónlist vegna þess hversu hugljúfur og róandi hljómur þess er. Tanpura hefur sennilega verið hluti af indverskum, klassískum hljóðfæraleik allt frá 17. öld.