Indversk hljóðfæri | ||||
Sítar Esraj (Israj) Sarod Tabla Sarangi Tanpura Swarmandal Saraswati vina Harmoníum Ektara Shehnai Mridangam Bansuri |
||||
Ektara Búkur hljóðfærisins er úr graskeri og hálsinn er úr bambus. Stillipinni hljóðfærisins er gerður að hluta til úr bambus en brúin sem strengurinn liggur á er úr kókoshnetu. Þessi útgáfa af ektara er algeng í suðurhluta Indlands en hliðstæðar útgáfur í norðurhluta landsins eru örlítið flóknari að uppbyggingu. Hljóðfærið er ákaflega vinsælt þjóðlagahljóðfæri og í tónlist sem tengist Meera Bai sem er dýrlingur Norður-Indlands.
|