Indversk hljóðfæri  
  Sítar
Esraj (Israj)
Sarod
Tabla
Sarangi
Tanpura
Swarmandal
Saraswati vina
Harmoníum
Ektara
Shehnai
Mridangam
Bansuri
       

Ektara
Eins og nafn hljóðfærisins gefur til kynna, en ektara þýðir einn strengur, þá hefur þetta forna hljóðfæri aðeins einn streng.

Búkur hljóðfærisins er úr graskeri og hálsinn er úr bambus. Stillipinni hljóðfærisins er gerður að hluta til úr bambus en brúin sem strengurinn liggur á er úr kókoshnetu. Þessi útgáfa af ektara er algeng í suðurhluta Indlands en hliðstæðar útgáfur í norðurhluta landsins eru örlítið flóknari að uppbyggingu.

Hljóðfærið er ákaflega vinsælt þjóðlagahljóðfæri og í tónlist sem tengist Meera Bai sem er dýrlingur Norður-Indlands.