Indversk hljóðfæri  
  Sítar
Esraj (Israj)
Sarod
Tabla
Sarangi
Tanpura
Swarmandal
Saraswati vina
Harmoníum
Ektara
Shehnai
Mridangam
Bansuri
       

 

Sarangi
Sarangi, einnig kölluð saran eða saranga, er hálsstutt fiðla sem spilað er á í Suður-Asíu og gegnir veigamiklu hlutverki í indverskri þjóðlagatónlist og klassískri hindustani-tónlist.

Hljóðfærið er 76 cm að lengd og er með breiðum bandalausum hálsi sem er yfirleitt skorinn út úr tré í heilu lagi. Á því eru þrír aðalstrengir úr girni og að auki 11 til 13 málmstrengir sem titra eða óma með. Þegar spilað er á hljóðfærið er venjulega haldið á því við vinstri öxl í lóðréttri stöðu og spilað með boga.

Sarangi var upphaflega notað í þjóðlagatónlist en á 18. öld var farið að nota það í klassískri hindustani-tónlist samhliða hefðbundinni þjóðlagatónlist.