Indversk hljóðfæri | ||||
Sítar Esraj (Israj) Sarod Tabla Sarangi Tanpura Swarmandal Saraswati vina Harmoníum Ektara Shehnai Mridangam Bansuri |
||||
|
Swarmandal Hljóðfærið er 24 til 30 cm að lengd og 12 til 15 cm að breidd. Það eru til mismunandi stærðir af swarmandal með mismunandi fjölda strengja eða allt frá 21 upp í 36. Nafn hljóðfærisins er samsett úr orðunum swara sem þýðir nótur og mandal sem þýðir hópur og vísar til eiginleika þess til að framkalla fjöldann allan af tónum. Spilað hefur verið á hljóðfærið í margar kynslóðir, allt aftur í fyrri hluta Mughal-tímabilsins (1524–1752). Þó notkun þess sé ekki víðtæk nú á tímum þá er enn spilað á það. Þess má geta að Bítlarnir notuðu swarmandal í laginu Strawberry Fields og einnig í laginu Within You Without You.
|