Indversk hljóðfæri | ||||
Sítar Esraj (Israj) Sarod Tabla Sarangi Tanpura Swarmandal Saraswati vina Harmoníum Ektara Shehnai Mridangam Bansuri |
||||
Esraj Tvær tegundir eru til af hljóðfærinu sem er að finna í norður-, mið- og austurhéruðum Indlands. Önnur útgáfan nefnist dilruba og er að finna í norðri á þéttbýlum svæðum, þar sem það er notað í trúarlegri tónlist og indverskri, léttklassískri tónlist. Nafn þess þýðir á íslensku ræningi hjartans. Hina tegund esraj er að finna í austur- og miðhéruðum Indlands, þá einkum í Bengal, og er notað í mun fjölbreyttari tónlist en dilruba. Esraj er með sex strengi sem leikið er á og aðra 15 strengi sem óma með. Hálsinn er með þverböndum líkum þeim sem eru á sítar. Búkur hljóðfærisins er úr gegnheilum viði sem er þakinn geitaskinni, svipað og sarod-hljóðfærið. Strengir hljóðfærisins eru að hluta úr stáli og að hluta úr bronsi. Á esraj er spilað með boga líkt og á fiðlu og er hljómur þess ríkur af yfirtónum sem minnir á gömul evrópsk hljóðfæri frá endurreisnartímabilinu.
|