Indversk hljóðfæri  
  Sítar
Esraj (Israj)
Sarod
Tabla
Sarangi
Tanpura
Swarmandal
Saraswati vina
Harmoníum
Ektara
Shehnai
Mridangam
Bansuri
       

Esraj
Esraj er rúmlega 200 ára gamalt strengjahljóðfæri og er aðallega notað sem undirleikshljóðfæri.

Tvær tegundir eru til af hljóðfærinu sem er að finna í norður-, mið- og austurhéruðum Indlands. Önnur útgáfan nefnist dilruba og er að finna í norðri á þéttbýlum svæðum, þar sem það er notað í trúarlegri tónlist og indverskri, léttklassískri tónlist. Nafn þess þýðir á íslensku ræningi hjartans. Hina tegund esraj er að finna í austur- og miðhéruðum Indlands, þá einkum í Bengal, og er notað í mun fjölbreyttari tónlist en dilruba.

Esraj er með sex strengi sem leikið er á og aðra 15 strengi sem óma með. Hálsinn er með þverböndum líkum þeim sem eru á sítar. Búkur hljóðfærisins er úr gegnheilum viði sem er þakinn geitaskinni, svipað og sarod-hljóðfærið. Strengir hljóðfærisins eru að hluta úr stáli og að hluta úr bronsi. Á esraj er spilað með boga líkt og á fiðlu og er hljómur þess ríkur af yfirtónum sem minnir á gömul evrópsk hljóðfæri frá endurreisnartímabilinu.