Indversk hljóðfæri  
  Sítar
Esraj (Israj)
Sarod
Tabla
Sarangi
Tanpura
Swarmandal
Saraswati vina
Harmoníum
Ektara
Shehnai
Mridangam
Bansuri
       

 

 

Harmoníum
Á miðri 19. öld komu franskir trúboðar til Indlands með handknúið harmoníum. Hljóðfærið varð fljótt vinsælt á Indlandi þar sem auðvelt var að læra á það og ferðast með það á milli staða. Hljómi þess er oft líkt við harmóniku. Harmoníum er hljómborð og getur tónsvið þess verið mismunandi en algengt er að það spanni um 3 til 3½ áttund.

Enn í dag er það vinsælt á Indlandi og mikilvægt í indverskri tónlist og það er nokkuð algengt á indverskum heimilum. Frá því að hljóðfærið kom til Indlands hefur það haldið áfram að þróast í samræmi við tónlistina þar í landi.